Bæjarráð

3783. fundur 11. október 2022 kl. 08:15 - 09:25 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Heimir Örn Árnason
  • Hlynur Jóhannsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
  • Ásrún Ýr Gestsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Brynjólfur Ingvarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista sat fundinn í forföllum Jönu Salome I. Jósepsdóttur.

1.Breyting á launaáætlun leikskóla september-desember 2022

Málsnúmer 2022090752Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 3. október 2022:

Fyrir liggur breyting á launaáætlun leikskóla haustið 2022. Erindinu var vísað til síðari umræðu í ráðinu á 16. fundi ráðsins þann 19. september 2022.

Áheyrnafulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjórnenda, Dagný Björg Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Ólöf Inga Andrésdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðan viðauka að upphæð kr. 14.290.000 og vísar erindinu til bæjarráðs.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við áætlun ársins 2022 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.

2.Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara 2022-2026

Málsnúmer 2022090478Vakta málsnúmer

Liður 9 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 22. september 2022:

Liður 5 í fundargerð öldungaráðs dagsettri 7. september 2022:

Rætt um stöðu aðgerðaáætlunar í málefnum eldra fólks.

Öldungaráð telur nauðsynlegt að fá kynningu á stöðu aðgerðaáætlunar í málefnum eldra fólks á næsta fundi ráðsins. Öldungaráð telur einnig mikilvægt að bæjarráð hugi sem fyrst að skipan starfshóps fyrir annan áfanga aðgerðaáætlunarinnar.

Bæjarráð mun skipa starfshóp á næsta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð skipar Huldu Elmu Eysteinsdóttur formann velferðarráðs, Heimi Örn Árnason formann fræðslu- og lýðheilsuráðs, Bjarka Ármann Oddsson fulltrúa fræðslu- og lýðheilsusviðs, Bergdísi Ösp Bjarkadóttur fulltrúa velferðasviðs, Brynjólf Ingvarsson og Hallgrím Gíslason fulltrúa öldungaráðs í starfshópinn.

3.Fjárhagsáætlun UMSA 2023

Málsnúmer 2022080337Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 4. október 2022:

Gjaldskrár umhverfis- og mannvirkjasviðs lagðar fyrir ráðið.

Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista, Sindri Kristjánsson S-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Gerð er athugasemd við flata hækkun á gjaldskrám. Þá sé hækkunin talsvert hærri en þær forsendur sem birtast í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarstjórna dagsett 23. ágúst 2022 ("Forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026") gera ráð fyrir.

Gunnar Rúnar Ólafsson varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls, Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.

Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir framlagðar gjaldskrár og vísar þeim til bæjarráðs. Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista sátu hjá.
Dagskrárliðnum var frestað til næsta fundar bæjarráðs.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista óska bókað að þegar ákvarðanir eru teknar um gjaldskrárhækkanir þá er mikilvægt að huga að eðli þjónustunnar og hvaða hópa við viljum sérstaklega vernda. Eðlilegast væri að hafa til hliðsjónar þær forsendur sem birtast í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarstjórna dagsett 23. ágúst 2022 þegar ákvörðun er tekin um hæstu mögulega hækkun og miða við 7,5%.

4.Hlíðarfjall - rekstur skíða- og brettaskóla

Málsnúmer 2020120221Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við Iceland Snowsports um rekstur skíða- og brettaskóla í Hlíðarfjalli 2022-2025. Jafnframt er lagt fram minnisblað sem skýrir nánar efni samningsins.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd bæjarins.

5.Áfram Hrísey - samstarfsverkefni

Málsnúmer 2022100337Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 10. október um verkefnið Áfram Hrísey sem fékk nýverið styrk í gegnum stefnumarkandi byggðaáætlun ríkisins. Markmið verkefnisins er meðal annars að undirbúa og móta stefnu um markaðssetningu Hríseyjar á íbúamarkaði.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa til að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með öllum samhljóða atkvæðum og vék Ásrún af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að undirbúa drög að samkomulagi við Ferðamálafélag Hríseyjar vegna verkefnisins og leggja fyrir bæjarráð.

6.Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands

Málsnúmer 2022100210Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 30. september 2022 frá Hjalta Páli Þórarinssyni verkefnastjóra Air 66N. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins til að fjármagna verkefnið með framlagi sem nemur 500 kr. á hvern íbúa á ári í 3 ár (2023-2025).

Einnig er lögð fram til kynningar skýrsla flugklasans fyrir tímabilið 9. apríl til 30. september 2022.
Bæjarráð felur Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra að ræða við sveitarstjóra annarra sveitarfélaga sem komið hafa að stuðningi við Air 66N um framhaldið og leggja fram tillögu til bæjarráðs fyrir lok október.

7.Skipun starfshóps um borgarstefnu - C.4

Málsnúmer 2022100251Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. október 2022 frá Jóhönnu Sigurjónsdóttur f.h. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem tilkynnt er um skipun starfshóps á grundvelli aðgerðar C.4 Borgarstefnu í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036. Óskað er eftir því að Akureyrarbær tilnefni tvo fulltrúa, einn karl og eina konu.
Bæjarráð tilnefnir Láru Halldóru Eiríksdóttir formann SSNE og Gunnar Má Gunnarsson í starfshópinn.
Fylgiskjöl:

8.Stjórn Norðurorku hf. - fundargerðir 2022

Málsnúmer 2022031302Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 278. fundar stjórnar Norðurorku hf. dagsett 4. október 2022.
Bæjarráð óskar eftir því að forstjóri Norðurorku komi á næsta fund bæjarráðs og kynni framkvæmdaáætlun Norðurorku.

9.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2022

Málsnúmer 2022010393Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 913. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dagsett 28. september 2022.
Bæjarráð Akureyrarbæjar tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga um vinnu tekjustofnsnefndar og lýsir jafnframt vonbrigðum sínum yfir því að ekki hafi orðið nein afgerandi niðurstaða af þeirri vinnu. Styrkja þarf tekjustofna sveitarfélaga sem allra fyrst og leita jafnframt annarra lausna til að tryggja fjárhagslega sjálfbærni þannig að þjónusta við íbúana verði sem best tryggð.

Fundi slitið - kl. 09:25.