Fjárhagsáætlun UMSA 2023

Málsnúmer 2022080337

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 122. fundur - 16.08.2022

Vinnuferli fjárhagsáætlunar og tímalína fyrir umhverfis- og mannvirkjasvið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 123. fundur - 06.09.2022

Lagt fram minnisblað dagsett 26. ágúst 2022 varðandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða húsaleiguáætlun.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 124. fundur - 20.09.2022

Drög að framkvæmdaáætlun lögð fram til kynningar fyrir ráðið.

Heimir Örn Árnason forseti bæjarstjórnar kynnti áherslur meirihluta bæjarstjórnar í framkvæmdaáætlun fyrir árin 2023-2026.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista, Sindri Kristjánsson S-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Þessi framkvæmdaáætlun ber vott um óábyrga sýn á fjárfestingar, rekstur og framtíð sveitarfélagsins. Fjárfestingar eru auknar verulega ef miðað er við fjárfestingar síðastliðinna 13 ára. Það veldur miklum vonbrigðum þar sem þetta mun óhjákvæmilega valda niðurskurði í þjónustu við bæjarbúa þegar að skuldadögum kemur enda ekki búið að leggja mat á kostnað við rekstur þeirra mannvirkja sem til stendur að byggja. Í málaflokki æskulýðs- og íþróttamála er meðaltals fjárfesting næstu fimm árin 847 milljónir á ári en síðustu 13 árin hefur meðaltals fjárfesting í málaflokknum verið 316 milljónir á ári. Þetta þýðir mjög aukna skuldaaukningu nema til komi stórauknar tekjur. Þetta er þó því miður ekki eini vandinn sem meirihlutinn áformar að velta yfir á framtíðina. Til að undirstrika hugarfarið um að afleiðingar ákvarðana sem teknar eru í dag muni verða vandamál framtíðarkynslóða eru engar aðgerðir í loftlagsmálum á teikniborðinu þó á því borði liggi glóðvolg umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar sem samþykkt var í lok síðasta kjörtímabils.
Sindri Kristjánsson S-lista vék af fundi kl. 10:40

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 125. fundur - 04.10.2022

Gjaldskrár umhverfis- og mannvirkjasviðs lagðar fyrir ráðið.

Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista, Sindri Kristjánsson S-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Gerð er athugasemd við flata hækkun á gjaldskrám. Þá sé hækkunin talsvert hærri en þær forsendur sem birtast í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarstjórna dagsett 23. ágúst 2022 („Forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026“) gera ráð fyrir.

Gunnar Rúnar Ólafsson varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls, Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir framlagðar gjaldskrár og vísar þeim til bæjarráðs. Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista sátu hjá.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 125. fundur - 04.10.2022

Fjárhagsáætlannir umhverfis- og sorpmála, slökkviliðs, umferðar- og samgöngumála, skirfstofu umhverfis- og mannvirkjasviðs, leiguíbúða og annarra fasteigna Akureyrarbæjar, umhverfismiðstöðvar, Strætisvagna og ferliþjónustu Akureyrar og Hlíðarfjalls lagðar fyrir ráðið til kynningar.

Gunnar Rúnar Ólafsson varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls, Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3783. fundur - 11.10.2022

Liður 3 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 4. október 2022:

Gjaldskrár umhverfis- og mannvirkjasviðs lagðar fyrir ráðið.

Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista, Sindri Kristjánsson S-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Gerð er athugasemd við flata hækkun á gjaldskrám. Þá sé hækkunin talsvert hærri en þær forsendur sem birtast í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarstjórna dagsett 23. ágúst 2022 ("Forsendur fjárhagsáætlana 2023-2026") gera ráð fyrir.

Gunnar Rúnar Ólafsson varaslökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður Hlíðarfjalls, Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála, Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild og Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sátu fundinn undir þessum lið.

Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir framlagðar gjaldskrár og vísar þeim til bæjarráðs. Jana Salóme I. Jósepsdóttir V-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista sátu hjá.
Dagskrárliðnum var frestað til næsta fundar bæjarráðs.

Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista óska bókað að þegar ákvarðanir eru teknar um gjaldskrárhækkanir þá er mikilvægt að huga að eðli þjónustunnar og hvaða hópa við viljum sérstaklega vernda. Eðlilegast væri að hafa til hliðsjónar þær forsendur sem birtast í minnisblaði Sambands íslenskra sveitarfélaga til sveitarstjórna dagsett 23. ágúst 2022 þegar ákvörðun er tekin um hæstu mögulega hækkun og miða við 7,5%.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 126. fundur - 18.10.2022

Lagðar fyrir ráðið rekstraráætlannir Hlíðarfjalls, Umhverfismiðstöðvar, Strætisvagna Akureyrar, umhverfis- og sorpmála, Fasteigna Akureyrarbæjar, umferðar- og samgöngumála, Slökkviliðs Akureyrar og skrifstofu umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar rekstraráætlannir og vísar þeim til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3784. fundur - 20.10.2022

Lögð fram drög að gjaldskrá Hlíðarfjalls.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.

Bæjarráð - 3785. fundur - 27.10.2022

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 20. október 2022:

Lögð fram drög að gjaldskrá Hlíðarfjalls.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli og Elma Hulda Eysteinsdóttir formaður velferðarráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs og Tinna Guðmundsdóttir frá fræðslu- og lýðheilsuráði sátu fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrá Hlíðarfjalls fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3518. fundur - 01.11.2022

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs 27. október 2022:

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 20. október 2022:

Lögð fram drög að gjaldskrá Hlíðarfjalls.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála, Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli og Elma Hulda Eysteinsdóttir formaður velferðarráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs og Tinna Guðmundsdóttir frá fræðslu- og lýðheilsuráði sátu fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrá Hlíðarfjalls fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Andri Teitsson kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá Hlíðarfjalls með 11 samhljóða atkvæðum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 127. fundur - 08.11.2022

Viðhaldsáætlun 2023 lög fram til kynningar vegna gatna og stíga ásamt fasteignum Akureyrarbæjar og leiguíbúðum.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 127. fundur - 08.11.2022

Eignfærsluáætlun 2023-2026 lögð fram til kynningar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð frestar afgreiðslu málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 128. fundur - 15.11.2022

Lagðar fram gjaldskrár UMSA.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar og Arnór Þorri Þorsteinsson verkefnastjóri á umhverfismiðstöð sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagðar gjaldskrár og vísar þeim til bæjarráðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 128. fundur - 15.11.2022

Eignfærsluáætlun 2023-2026 lögð fram til kynningar.