Aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara

Málsnúmer 2022090478

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 21. fundur - 07.09.2022

Rætt um stöðu aðgerðaáætlunar í málefnum eldra fólks.
Öldungaráð telur nauðsynlegt að fá kynningu á stöðu aðgerðaáætlunar í málefnum eldra fólks á næsta fundi ráðsins. Öldungaráð telur einnig mikilvægt að bæjarráð hugi sem fyrst að skipan starfshóps fyrir annan áfanga aðgerðaáætlunarinnar.

Bæjarráð - 3781. fundur - 22.09.2022

Liður 5 í fundargerð öldungaráðs dagsettri 7. september 2022:

Rætt um stöðu aðgerðaáætlunar í málefnum eldra fólks.

Öldungaráð telur nauðsynlegt að fá kynningu á stöðu aðgerðaáætlunar í málefnum eldra fólks á næsta fundi ráðsins. Öldungaráð telur einnig mikilvægt að bæjarráð hugi sem fyrst að skipan starfshóps fyrir annan áfanga aðgerðaáætlunarinnar.
Bæjarráð mun skipa starfshóp á næsta fundi bæjarráðs.

Bæjarráð - 3783. fundur - 11.10.2022

Liður 9 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 22. september 2022:

Liður 5 í fundargerð öldungaráðs dagsettri 7. september 2022:

Rætt um stöðu aðgerðaáætlunar í málefnum eldra fólks.

Öldungaráð telur nauðsynlegt að fá kynningu á stöðu aðgerðaáætlunar í málefnum eldra fólks á næsta fundi ráðsins. Öldungaráð telur einnig mikilvægt að bæjarráð hugi sem fyrst að skipan starfshóps fyrir annan áfanga aðgerðaáætlunarinnar.

Bæjarráð mun skipa starfshóp á næsta fundi bæjarráðs.
Bæjarráð skipar Huldu Elmu Eysteinsdóttur formann velferðarráðs, Heimi Örn Árnason formann fræðslu- og lýðheilsuráðs, Bjarka Ármann Oddsson fulltrúa fræðslu- og lýðheilsusviðs, Bergdísi Ösp Bjarkadóttur fulltrúa velferðasviðs, Brynjólf Ingvarsson og Hallgrím Gíslason fulltrúa öldungaráðs í starfshópinn.

Öldungaráð - 22. fundur - 12.10.2022

Farið yfir stöðu aðgerðaáætlunar í málefnum eldra fólks.

Bergdís Ösp Bjarkadóttir forstöðumaður í heimaþjónustu og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Öldungaráð vísar þeim málefnum sem ekki hefur tekist að ljúka til næsta áfanga aðgerðaáætlunar í málefnum eldra fólks.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 18. fundur - 17.10.2022

Bjarki Ármann Oddsson forstöðumaður skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs fór yfir stöðu aðgerðaáætlunar í málefnum eldra fólks.

Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Öldungaráð - 32. fundur - 08.11.2023

Umræður um stöðu verkefna á fyrstu aðgerðaáætlun í málefnum eldri borgara og umræður um vinnuna á annarri aðgerðaáætlun.
Lagt fram til kynningar.