Flugklasi - samstarf um millilandaflug til Norðurlands

Málsnúmer 2022100210

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3783. fundur - 11.10.2022

Lagt fram erindi dagsett 30. september 2022 frá Hjalta Páli Þórarinssyni verkefnastjóra Air 66N. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins til að fjármagna verkefnið með framlagi sem nemur 500 kr. á hvern íbúa á ári í 3 ár (2023-2025).

Einnig er lögð fram til kynningar skýrsla flugklasans fyrir tímabilið 9. apríl til 30. september 2022.
Bæjarráð felur Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra að ræða við sveitarstjóra annarra sveitarfélaga sem komið hafa að stuðningi við Air 66N um framhaldið og leggja fram tillögu til bæjarráðs fyrir lok október.

Bæjarráð - 3785. fundur - 27.10.2022

Liður 6. í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. október 2022:

Lagt fram erindi dagsett 30. september 2022 frá Hjalta Páli Þórarinssyni verkefnastjóra Air 66N. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins til að fjármagna verkefnið með framlagi sem nemur 500 kr. á hvern íbúa á ári í 3 ár (2023-2025).

Einnig er lögð fram til kynningar skýrsla flugklasans fyrir tímabilið 9. apríl til 30. september 2022.

Bæjarráð felur Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra að ræða við sveitarstjóra annarra sveitarfélaga sem komið hafa að stuðningi við Air 66N um framhaldið og leggja fram tillögu til bæjarráðs fyrir lok október.
Akureyrarbær hefur verið dyggur stuðningsaðili Air 66N verkefnisins frá upphafi. Markmið flugklasans hefur verið að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring. Töluverður árangur hefur náðst í því átaki, en ljóst að áfram þarf að sinna því verkefni. Bæjarráð telur farsælla að stuðningur verði í gegnum sameiginlegan stuðning sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu við Markaðsstofu Norðurlands. Bæjarráð felur því bæjarstjóra að gera sólarlagssamning um árin 2022 og 2023 og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð - 3821. fundur - 05.10.2023

Erindi dagsett 28. september 2023 frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem óskað er eftir áframhaldandi stuðningi sveitarfélagsins við verkefni Flugklasans Air 66N. Óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins með framlagi sem nemur 500 kr. á hvern íbúa á ári í 3 ár (2024-2026).

Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum svofellda bókun:

Bæjarráð ákvað á fundi sínum 27. október 2022 að gera sólarlagssamning við Flugklasann um árin 2022 og 2023. Bæjarráð ítrekar þá bókun sem tekin var á þeim fundi þar sem sagði að Akureyrarbær hefur verið dyggur stuðningsaðili Air 66N verkefnisins frá upphafi. Markmið flugklasans hefur verið að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring. Töluverður árangur hefur náðst í því átaki, en ljóst að áfram þarf að sinna því verkefni. Bæjarráð telur farsælla að stuðningur verði í gegnum sameiginlegan stuðning sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu við Markaðsstofu Norðurlands.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista óskar bókað:

Það er miður að Akureyrarbær ætli að hætta stuðningi sínum við Flugklasann Air 66N. Akureyrarbær ætti að leggja metnað í að byggja ofan á þann árangur sem hefur náðst, ekki síst þar sem enn eru mikil tækifæri til þess að byggja Norðurland upp sem heilsárs áfangastað fyrir millilandaflug.

Bæjarráð - 3825. fundur - 02.11.2023

Bæjarráð tók þann 5. október sl. fyrir erindi þar sem óskað var eftir áframhaldandi stuðningi við verkefni Flugklasans Air 66N. Bæjarráð vísaði á fundinum til fyrri bókunar um málið, þess efnis að framlag bæjarins til Flugklasans í núverandi mynd yrði ekki framlengt eftir árið 2023. Farsælla væri að stuðningurinn færi í gegnum sameiginlegan stuðning sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu við Markaðsstofu Norðurlands.

Bæjarráð hefur nú ákveðið að taka málið fyrir að nýju eftir að hafa fengið frekari upplýsingar.

Fyrir fundi bæjarráðs liggur einnig fyrir skýrsla Flugklasans fyrir tímabilið 1. maí - 25. október 2023.

Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að styðja við starfsemi Flugklasans Air66N árið 2024 um 9 milljónir króna. Árið verði nýtt til þess að skoða með hvaða hætti stuðningur bæjarins geti orðið við verkefnið í framhaldinu enda ákaflega mikilvægt að tryggja reglulegt millilandaflug um Akureyrarflugvöll til framtíðar. Bæjarráð hvetur Markaðsstofu Norðurlands til þess að leita eftir styrkjum hjá fyrirtækjum og öðrum hagsmunaaðilum á Norðurlandi inn í flugklasann.

Bæjarráð - 3839. fundur - 22.02.2024

Erindi dagsett 13. febrúar 2024 þar sem Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri Flugklasans Air 66N boðar til kynningarfunda fyrir alla kjörna fulltrúa sveitarfélaga á Norðurlandi ásamt Markaðsstofu Norðurlands, fulltrúa SSNV og SSNE til að hefja vinnu við framtíðarsýn í málefnum flugklasans.