Hlíðarfjall - rekstur skíða- og brettaskóla

Málsnúmer 2020120221

Vakta málsnúmer

Stjórn Hlíðarfjalls - 9. fundur - 10.12.2020

Lagður fram samningur við Iceland Snowsports varðandi rekstur á skíða- og brettaskóla Hlíðarfjalls veturinn 2020 - 2021.

Kristinn J. Reimarsson bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu málsins.
Stjórnin samþykkir fyrirliggjandi drög með þeim breytingum sem voru gerðar á fundinum og felur forstöðumanni Hlíðarfjalls að ganga frá samningnum.

Stjórn Hlíðarfjalls - 17. fundur - 22.09.2021

Til umræðu úthýsing á rekstri skíða- og brettaskóla veturinn 2021 - 2022.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir að auglýst verði eftir aðilum til að sjá um skíða- og brettaskóla Hlíðarfjalls.

Stjórn Hlíðarfjalls - 18. fundur - 01.11.2021

Á fundi stjórnar Hlíðarfjalls þann 1. september sl. var samþykkt að skoðað yrði með útboð á einstaka þáttum í starfsemi Hlíðarfjalls, s.s. skíðakennsla, veitingarekstur, snjótroðsla og skíðaleiga.

Í byrjun október var auglýst eftir áhugasömum aðilum til að reka skíða- og brettaskóla Hlíðarfjalls.

Ein umsókn barst.
Stjórn Hlíðarfjalls samþykkir samninginn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Bæjarráð - 3783. fundur - 11.10.2022

Lögð fram drög að samningi við Iceland Snowsports um rekstur skíða- og brettaskóla í Hlíðarfjalli 2022-2025. Jafnframt er lagt fram minnisblað sem skýrir nánar efni samningsins.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd bæjarins.