Leiga á Skjaldarvík - erindi vegna leigusamnings og leigufjárhæða 2020 og 2021

Málsnúmer 2020100133

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3700. fundur - 08.10.2020

Erindi dagsett 27. september 2020 þar sem Ólafur Aðalgeirsson og Bryndís Óskarsdóttir f.h. Concept ehf. óska eftir að gengið verði frá fyrirliggjandi drögum að samningi um framhald leigu Concept ehf. á húseignum í Skjaldarvík og lögð til breytt nálgun á leigufjárhæðir v. 2020 og 2021 sökum aðstæðna í ferðaþjónustu vegna COVID-19.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

Bæjarráð - 3747. fundur - 11.11.2021

Erindi dagsett 23. október 2021 frá forsvarsmönnum Concepts ehf. þar sem lagðar eru fram nokkrar fyrirspurnir um leigu og samningsmál varðandi Gistiheimilið í Skjaldarvík.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Bæjarráð - 3748. fundur - 18.11.2021

Erindi dagsett 23. október 2021 frá forsvarsmönnum Concepts ehf. þar sem lagðar eru fram nokkrar fyrirspurnir um leigu og samningsmál varðandi Gistiheimilið í Skjaldarvík.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 11. nóvember sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að mannvirki í eigu Akureyrarbæjar í Skjaldarvík, sem ekki eru í notkun undir starfsemi bæjarins, verði seld við lok núverandi leigusamninga um eignirnar. Er bæjarlögmanni, sviðsstjóra skipulagssviðs og sviðsstjóra fjársýslusviðs falið að taka saman gögn og upplýsingar um eignirnar, undirbúa sölu mannvirkjanna og gerð lóðasamninga um eignirnar í samvinnu við Hörgársveit. Jafnframt er sviðsstjóra fjársýslusviðs og bæjarstjóra falið að svara bréfriturum.

Bæjarráð - 3761. fundur - 03.03.2022

Rætt um stöðu á núverandi leigusamningi um eignirnar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.