Heilsuvernd - kauptilboð í Vestursíðu 9 og Austurbyggð 17

Málsnúmer 2021110752

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3748. fundur - 18.11.2021

Lagt fram erindi dagsett 15. nóvember 2021 frá Teiti Guðmundssyni f.h. óstofnaðs einkahlutafélags í eigu Heilsuverndar ehf. þar sem gert er kauptilboð í húseignirnar Vestursíðu 9 (Lögmannshlíð) og Austurbyggð 17 (Hlíð). Tilboðið gildir til 26. nóvember nk.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að setja húsnæði Hlíðar og Lögmannshlíðar í söluferli og óskar eftir aðkomu ríkisins að því ferli. Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjársýslusviðs að ræða við hlutaðeigandi ráðuneyti og bréfritara.