Torfunefsbryggja - endurbygging

Málsnúmer 2019110172

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3662. fundur - 21.11.2019

Lagt fram minnisblað Péturs Ólafssonar hafnarstjóra Hafnasamlags Norðurlands bs., dagsett 12. nóvember 2019, um endurbyggingu Torfunefsbryggju.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja viðræður við Hafnasamlag Norðurlands um uppbyggingu Torfunefsbryggju í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 3722. fundur - 08.04.2021

Rætt um skipulagningu á endurnýjun Torfunefsbryggju.

Meðfylgjandi var minnisblað Péturs Ólafssonar hafnarstjóra Hafnasamlags Norðurlands bs., dagsett 12. nóvember 2019, um endurbyggingu Torfunefsbryggju.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 21. nóvember 2019.

Pétur Ólafsson hafnarstjóri, Þorsteinn Hlynur Jónsson formaður stjórnar HN, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að veita Hafnasamlaginu eignarlóð sem til verður við stækkun á Torfunefsbryggju og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að afmarka reitinn og bæjarlögmanni að útbúa drög að samstarfssamningi sem lagður verði fyrir bæjarráð og stjórn Hafnasamlags Norðurlands.

Skipulagsráð - 359. fundur - 26.05.2021

Á fundi bæjarráðs 8. apríl 2021 var samþykkt að veita Hafnasamlagi Norðurlands eignarlóð sem til verður við stækkun á Torfunefsbryggju og var sviðsstjóra falið að afmarka reitinn. Eru lagðar fram tvær tillögur að afmörkun lóðarinnar.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að vinna áfram í málinu í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 3736. fundur - 26.08.2021

Gunnar Gíslason mætti aftur til fundar kl. 9:26.
Lögð voru fram drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Hafnasamlags Norðurlands bs. um lóð við Torfunefsbryggju.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur Ingu Þöll Þórgnýsdóttur bæjarlögmanni að kynna drög að samningi fyrir stjórn Hafnasamlagsins.

Bæjarráð - 3740. fundur - 23.09.2021

Kynntar athugasemdir stjórnar Hafnasamlags Norðurlands bs. við drög að samningi milli Akureyrarbæjar og hafnasamlagsins um framlengingu á Torfunefsbryggju og afhendingu á eignarlóð.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir samning milli Akureyrarbæjar og Hafnasamlags Norðurlands bs. með þeim breytingum sem lagðar voru fram á fundinum og felur bæjarlögmanni að senda stjórn hafnasamlagsins samninginn til undirritunar.

Bæjarráð - 3748. fundur - 18.11.2021

Lögð fram að nýju drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Hafnasamlags Norðurlands bs. um framlengingu á Torfunefsbryggju og afhendingu á eignarlóð.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum samning milli Akureyrarbæjar og Hafnasamlags Norðurlands bs. með þeim breytingum sem lagðar voru fram á fundinum og gerðar hafa verið í samráði við stjórnendur Hafnasamlagsins. Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Akureyrarbæjar.