Vegagerðin - niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 2012080074

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 259. fundur - 16.11.2012

Erindi dags. 5. júlí 2012 frá Birgi Guðmundssyni, svæðisstjóra Norðaustursvæðis Vegagerðarinnar, þar sem óskað er eftir athugasemdum við að Vegagerðin hætti þjónustu við hluta Borgarbrautar, Hlíðarbrautar, Hlíðarfjallsvegar, hluta Hjalteyrargötu, Silfurtanga og Laufásgötu.

Framkvæmdaráð vísar erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3342. fundur - 22.11.2012

4. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 16. nóvember 2012:
Erindi dags. 5. júlí 2012 frá Birgi Guðmundssyni svæðisstjóra Norðaustursvæðis Vegagerðarinnar þar sem óskað er eftir athugasemdum við að Vegagerðin hætti þjónustu við hluta Borgarbrautar, Hlíðarbrautar og Hlíðarfjallsvegar, hluta Hjalteyrargötu, Silfurtanga og Laufásgötu.
Framkvæmdaráð vísar erindinu til bæjarráðs.
Bæjarráð mótmælir harðlega þeirri einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar að hluti Borgarbrautar, Hlíðarbrautar og Hlíðarfjallsvegar og hluti Hjalteyrargötu, Silfurtanga og Laufásgötu skuli ekki falla undir skilgreinda þjóðvegi og í framhaldi af þeirri ákvörðun muni Vegagerðin hætta að greiða fyrir viðhald og þjónustu á fyrrnefndum vegum frá og með 1. janúar nk.

Bæjarráð - 3350. fundur - 07.02.2013

Lagt fram bréf dags. 29. janúar 2013 frá Vegagerðinni varðandi niðurfellingu vega af vegaskrá.

Bæjarráð ítrekar fyrri bókun sína frá 22. nóvember 2012, svohljóðandi:

Bæjarráð mótmælir harðlega þeirri einhliða ákvörðun Vegagerðarinnar að hluti Borgarbrautar, Hlíðarbrautar og Hlíðarfjallsvegar og hluti Hjalteyrargötu, Silfurtanga og Laufásgötu skuli ekki falla undir skilgreinda þjóðvegi og í framhaldi af þeirri ákvörðun muni Vegagerðin hætta að greiða fyrir viðhald og þjónustu á fyrrnefndum vegum frá og með 1. janúar nk.

Einnig er vakin athygli á bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 22. maí 2009, svohljóðandi:

Lagt var fram minnisblað sviðsstjóra lögfræðisviðs, dags. 19. maí 2009, um fund um vegaskrá með Vegagerðinni og fulltrúum sambandsins.

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga leggur áherslu á við sveitarfélög sem ekki telja að örugg og fullnægjandi fjármögnun liggi fyrir, að þau gangi ekki frá samningum við Vegagerðina um ábyrgð þeirra á viðhaldi vega, skv. þeirri vegaskrá sem nú liggur fyrir. Sambandið hefur komið þeirri kröfu á framfæri við samgönguráðherra og Vegagerðina að tryggja verði fjármögnun af hálfu ríkisins til sveitarfélaga vegna þeirra auknu skyldna sem settar eru á sveitarfélögin með nýjum vegalögum nr. 80/2007 sem tóku gildi 1. janúar 2008. Þessi afstaða sambandsins hefur ítrekað komið fram, m.a. í erindi til samgönguráðherra, dags. 30. des. 2008, sem ekki enn hefur verið svarað formlega, að áður en vegaskráin taki gildi liggi fyrir yfirlýsing frá ráðherra um að sá aukni kostnaður sem fyrirsjáanlega mun falla á sveitarfélögin verði að fullu fjármagnaður af ríkissjóði.

Framkvæmdaráð - 263. fundur - 15.02.2013

Lagt fram til kynningar bréf dags. 29. janúar 2013 frá Vegagerðinni varðandi niðurfellingu vega af vegaskrá.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 14. fundur - 14.07.2017

Lagt fram til kynningar bréf dags. 25. apríl 2016 frá Vegagerðinni varðandi niðurfellingu vega af vegaskrá ásamt minnisblaði frá umhverfis- og mannvirkjasviði dagsettu 17. maí 2017 vegna málsins.
Umhverfis- og mannvirkjaráð hafnar þessu fyrir sitt leyti og vísar erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3565. fundur - 24.08.2017

2. liður í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsett 14. júlí 2017:

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 25. apríl 2016 frá Vegagerðinni varðandi niðurfellingu vega af vegaskrá ásamt minnisblaði frá umhverfis- og mannvirkjasviði dagsettu 17. maí 2017 vegna málsins.

Umhverfis- og mannvirkjaráð hafnar þessu fyrir sitt leyti og vísar erindinu til bæjarráðs.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Vegagerðina um málið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 28. fundur - 02.03.2018

Lagt fram svarbréf Vegagerðarinnar dagsett 23. febrúar 2018 vegna beiðni Akureyrarbæjar um breytingar á akstursleið á hafnasvæðið sem endar á Fiskitanga samkvæmt núgildandi vegalögum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 64. fundur - 20.09.2019

Tekin fyrir áform Vegagerðarinnar um að afhenda Akureyrarbæ Borgarbraut og Hlíðarbraut til eignar og umsjónar.

Eiríkur Jónasson verkefnastjóri viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð telur ótækt að taka við vegunum þar sem ekki fylgir fjármagn frá ríkinu. Enda má ætla að rekstrarkostnaður vegna þeirra sé um kr. 30 milljónir á ári.

Bæjarráð - 3656. fundur - 10.10.2019

Liður 4 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 20. september 2019:

Tekin fyrir áform Vegagerðarinnar um að afhenda Akureyrarbæ Borgarbraut og Hlíðarbraut til eignar og umsjónar.

Eiríkur Jónasson verkefnastjóri viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð telur ótækt að taka við vegunum þar sem ekki fylgir fjármagn frá ríkinu. Enda má ætla að rekstrarkostnaður vegna þeirra sé um kr. 30 milljónir á ári.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð mótmælir áformum Vegagerðarinnar og felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Vegagerðarinnar um málið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 71. fundur - 17.01.2020

Frestun á yfirtöku Akureyrarbæjar á vegum í eigu Vegagerðarinnar innan bæjarmarka kynnt fyrir ráðinu.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3739. fundur - 16.09.2021

Erindi dagsett 6. september 2021 þar sem Vegagerðin kynnir niðurstöður starfshóps um skilavegi er varðar m.a. yfirfærslu veghalds á Hlíðarfjallsvegi, vegi nr. 837-01 og 02 frá Vegagerðinni til Akureyrarbæjar. Óskað er eftir að Akureyrarbær tilnefni tengilið sem mun annast málefnið og leiða viðræður við Vegagerðina.
Bæjarráð tekur undir bókun fulltrúa Sambands íslenskra sveitarfélaga í starfshópnum um að því verði haldið til haga í viðræðunum að við yfirfærslu skilavega færist árlegur rekstrarkostnaður veganna frá ríki til sveitarfélaga. Á umferðarmiklum vegum er um verulegan kostnað að ræða og á umferðarmestu vegunum þarf árlegt viðhald. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur ítrekað kallað eftir viðræðum við ríkið um leiðir til að tryggja sveitarfélögum sanngjarna hlutdeild í sköttum af umferð og telja fulltrúar sambandsins að sú ástands-og kostnaðargreining sem farið hefur fram í tengslum við vinnu starfshópsins undirstriki þörf á að slíkar viðræður fari fram í tengslum við yfirstandandi vinnu við endurskoðun tekjustofna sveitarfélaga. Um þetta vísa fulltrúar sambandsins til 129. gr. sveitarstjórnarlaga.
Hilda Jana Gísladóttir vék af fundi kl. 10:25.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 106. fundur - 24.09.2021

Erindi dagsett 6. september 2021 þar sem Vegagerðin kynnir niðurstöður starfshóps um skilavegi er varða m.a. yfirfærslu veghalds á Hlíðarfjallsvegi, vegi nr. 837-01 og 02 frá Vegagerðinni til Akureyrarbæjar. Óskað er eftir að Akureyrarbær tilnefni tengilið sem mun annast málefnið og leiða viðræður við Vegagerðina.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda og Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni- og hönnunardeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs að vera tengiliður við Vegagerðina.

Bæjarráð - 3748. fundur - 18.11.2021

Lögð fram drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Vegagerðarinnar um yfirfærslu Hlíðarfjallsvegar (Borgarbrautar) nr. 837-01, frá Hringvegi (1-p7) að Hlíðarbraut og Hlíðarfjallsvegi nr. 837-02, frá Borgarbraut að Rangárvöllum.

Einnig lögð fram fundargerð frá fundi fulltrúa Vegagerðarinnar og Akureyrarbæjar 27. október sl.

Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda á umhverfis- og mannvirkjasviði sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu og felur bæjarstjóra að ræða málið við forsvarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bæjarráð - 3752. fundur - 16.12.2021

Lögð fram drög að samningi milli Akureyrarbæjar og Vegagerðarinnar um yfirfærslu Hlíðarfjallsvegar (Borgarbrautar) nr. 837-01, frá Hringvegi (1-p7) að Hlíðarbraut og Hlíðarfjallsvegi nr. 837-02, frá Borgarbraut að Rangárvöllum.

Einnig lögð fram fundargerð frá fundi fulltrúa Vegagerðarinnar og Akureyrarbæjar 27. október sl.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 18. nóvember sl. og var afgreiðslu þá frestað.
Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann f.h. bæjarins.