Íbúakosning um skipulag Oddeyrar

Málsnúmer 2021031584

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3721. fundur - 25.03.2021

Farið yfir stöðu málsins og næstu skref.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3722. fundur - 08.04.2021

Farið var yfir stöðu málsins og næstu skref.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3723. fundur - 15.04.2021

Farið yfir stöðu málsins og næstu skref.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að farið verði í ráðgefandi íbúakosningu um áður auglýsta tillögu að breytingu á aðalskipulagi Oddeyrar. Íbúakosningin fari fram í gegnum þjónustugátt bæjarins dagana 27. til 31. maí nk. Jafnframt samþykkir bæjarráð framlagða áætlun vegna kynningarkostnaðar að fjárhæð 1,8 milljónir króna sem færist af aðkeyptri þjónustu skipulagssviðs.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Hlynur Jóhannsson M-lista greiðir atkvæði á móti afgreiðslunni og leggur fram eftirfarandi bókun:

Þar sem nú eru gjörbreyttar forsendur miðað við þegar sú ákvörðun var tekin að vera með íbúakosningu vegna Oddeyrarreitsins þá er engin ástæða til að vera með þessa kosningu. Verktakinn sem á lóð þarna og óskaði eftir því að skipulaginu yrði breytt hefur komið þeim skilaboðum til bæjarfulltrúa að þær takmarkanir sem eru settar í þessa kosningu séu til þess fallnar að hann muni ekki byggja þarna. Bærinn á ekki lóð þarna og því enginn að fara að byggja og tilgangslaust að eyða tíma bæjarstarfsmanna og peningum úr bæjarsjóði til þess að kjósa um ekki neitt á sama tíma og bæjarsjóður skilar methalla. Sú bæjarstjórn sem nú situr á aðeins eitt ár eftir og ætti því að láta þeirri bæjarstjórn sem tekur við eftir að ákveða hvað þarna verður gert. Ef þetta er eingöngu gert til þess að sýna fram á að ekki ríki verktakaræði hér þá er þetta skrýtin leið og nær væri að vanda sig í skipulaginu. Þá er það mikið áhyggjuefni að bæjarfulltrúar skuli vera til í að eyða peningum bæjarbúa í ekki neitt á þessum erfiðu tímum í rekstrinum.

Bæjarstjórn - 3492. fundur - 20.04.2021

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 15. apríl 2021:

Farið yfir stöðu málsins og næstu skref.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að farið verði í ráðgefandi íbúakosningu um áður auglýsta tillögu að breytingu á aðalskipulagi Oddeyrar. Íbúakosningin fari fram í gegnum þjónustugátt bæjarins dagana 27. til 31. maí nk. Jafnframt samþykkir bæjarráð framlagða áætlun vegna kynningarkostnaðar að fjárhæð 1,8 milljónir króna sem færist af aðkeyptri þjónustu skipulagssviðs.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista situr hjá við afgreiðsluna.

Hlynur Jóhannsson M-lista greiðir atkvæði á móti afgreiðslunni og leggur fram eftirfarandi bókun:

Þar sem nú eru gjörbreyttar forsendur miðað við þegar sú ákvörðun var tekin að vera með íbúakosningu vegna Oddeyrarreitsins þá er engin ástæða til að vera með þessa kosningu. Verktakinn sem á lóð þarna og óskaði eftir því að skipulaginu yrði breytt hefur komið þeim skilaboðum til bæjarfulltrúa að þær takmarkanir sem eru settar í þessa kosningu séu til þess fallnar að hann muni ekki byggja þarna. Bærinn á ekki lóð þarna og því enginn að fara að byggja og tilgangslaust að eyða tíma bæjarstarfsmanna og peningum úr bæjarsjóði til þess að kjósa um ekki neitt á sama tíma og bæjarsjóður skilar methalla. Sú bæjarstjórn sem nú situr á aðeins eitt ár eftir og ætti því að láta þeirri bæjarstjórn sem tekur við eftir að ákveða hvað þarna verður gert. Ef þetta er eingöngu gert til þess að sýna fram á að ekki ríki verktakaræði hér þá er þetta skrýtin leið og nær væri að vanda sig í skipulaginu. Þá er það mikið áhyggjuefni að bæjarfulltrúar skuli vera til í að eyða peningum bæjarbúa í ekki neitt á þessum erfiðu tímum í rekstrinum.

Sóley Björk Stefánsdóttir kynnti tillögu um þrjá valkosti sem settir verði fram í ráðgefandi íbúakosningu sem fram fari í þjónustugátt Akureyrarbæjar dagana 27. til 31. maí nk.

a. Óbreytt aðalskipulag sem kveður á um að byggingar séu almennt ekki hærri en 4 hæðir.

b. Síðasta tillaga auglýst af bæjarstjórn þar sem hámarkshæð húsa er 25 m.y.s. sem felur í sér að húsin geta verið 6-8 hæðir að hámarki.

c. Málamiðlunartillaga þar sem hámarkshæð húsa er 22 m.y.s. sem felur í sér að húsin geta verið 5-6 hæðir að hámarki, þó aldrei hærri en 4 hæðir syðst á reitnum.

Í umræðum tóku til máls Hlynur Jóhannsson, Andri Teitsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Gunnar Gíslason, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Þórhallur Jónsson, Hilda Jana Gísladóttir og Halla Björk Reynisdóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagða tillögu um ráðgefandi íbúakosningu milli þriggja valkosta sem fram fari á þjónustugátt bæjarins 27. til 31. maí nk.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir B-lista og Hlynur Jóhannsson M-lista greiða atkvæði á móti og leggja fram eftirfarandi bókun:

Þar sem þær forsendur sem lágu til grundvallar ákvörðun um íbúakosningu eru nú ekki lengur til staðar teljum við að eðlilegt sé að endurskoða þá ákvörðun. Sú bæjarstjórn sem nú situr á aðeins rúmt eitt ár eftir og ætti því að láta þeirri bæjarstjórn sem tekur við eftir að ákveða hvað þarna verður gert frekar en að takmarka framtíðarákvarðanir um uppbyggingu á svæðinu við niðurstöðu íbúakosningar, þar sem óljóst er um hvað er verið að kjósa annað en mögulega hæð bygginga á svæðinu en engar nánari útfærslur.

Meirihluti bæjarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn hefur nú þegar samþykkt að fara í íbúakosningu um þessar breytingar og telur meirihluti bæjarstjórnar nauðsynlegt að standa við þá ákvörðun. Í samstarfssamningi bæjarstjórnar er lögð áhersla á aukið íbúasamráð og teljum við þessa kosningu vera gott skref í þeirri vegferð að gefa íbúum tækifæri til að sýna vilja sinn.

Bæjarráð - 3729. fundur - 03.06.2021

Kynntar og ræddar niðurstöður ráðgefandi íbúakosningar um skipulag Oddeyrar.

Jón Þór Kristjánsson verkefnastjóri upplýsingamiðlunar og Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.