Iðnaðarsafnið á Akureyri - beiðni um fjárstuðning 2020

Málsnúmer 2020110905

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3707. fundur - 26.11.2020

Lögð fram beiðni um fjárstuðning vegna rekstrar Iðnaðarsafnsins á árinu 2020.
Bæjarráð samþykkir framlag sem nemur 2,2 milljónum króna.

Stjórn Akureyrarstofu - 319. fundur - 27.05.2021

Beiðni um fjárstuðning við rekstur Iðnaðarsafnsins á árinu 2021.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð 2.000.000 kr.

Bæjarráð - 3729. fundur - 03.06.2021

Liður 9 í fundargerð stjórnar Akureyrarstofu dagsettri 27. maí 2021:

Beiðni um fjárstuðning við rekstur Iðnaðarsafnsins á árinu 2021.

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að veittur verði viðauki við fjárhagsáætlun 2021 að upphæð 2.000.000 kr.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni stjórnar Akureyrarstofu með fimm samhljóða atkvæðum og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins.