Samningur um samstarf ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál - endurnýjun 2021

Málsnúmer 2019120027

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 290. fundur - 05.12.2019

Samstarfssamningur ríkis og Akureyrarbæjar um menningarmál rennur út í lok árs 2020. Hefja þarf samningaviðræður í upphafi árs 2020 og því mikilvægt að stjórn Akureyrarstofu setji sér samningsmarkmið.
Stjórn Akureyrarstofu felur starfsmönnum Akureyrarstofu að undirbúa og koma á fundi með hagsmunaaðilum um miðjan janúar þar sem farið verði í að skilgreina sameiginleg markmið.