Skíðafélag Akureyrar - Andrés Andarleikarnir

Málsnúmer 2018010433

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 26. fundur - 01.03.2018

Lagt fram til upplýsinga og kynningar samningsdrög við Skíðafélag Akureyrar varðandi Andrésar Andarleikana í Hlíðarfjalli.
Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að vinna málið áfram.

Frístundaráð - 29. fundur - 12.04.2018

Deildarstjóri íþróttamála lagði fram samningsdrög að styrktarsamningi við Skíðafélag Akureyrar vegna Andrésar Andarleikanna á skíðum í Hlíðarfjalli 2018-2020.
Frístundaráð samþykkir samninginn.

Stjórn Hlíðarfjalls - 3. fundur - 18.05.2020

Erindi dagsett 25. mars 2020 frá undirbúningsnefnd Andrésar Andar leikanna 2020 þar sem óskað er eftir því að framlag að upphæð 650.000 kr. samkvæmt samningi verði greitt þó svo að leikunum hafi verið aflýst í ljósi COVID-19.
Stjórn Hlíðarfjalls vísar erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3685. fundur - 28.05.2020

Liður 7 í fundargerð stjórnar Hlíðarfjalls dagsettri 18. maí 2020:

Erindi dagsett 25. mars 2020 frá undirbúningsnefnd Andrésar Andar leikanna 2020 þar sem óskað er eftir því að framlag að upphæð 650.000 kr. samkvæmt samningi verði greitt þó svo að leikunum hafi verið aflýst í ljósi COVID-19.

Stjórn Hlíðarfjalls vísar erindinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

Bæjarráð - 3689. fundur - 25.06.2020

Liður 7 í fundargerð stjórnar Hlíðarfjalls dagsettri 18. maí 2020:

Erindi dagsett 25. mars 2020 frá undirbúningsnefnd Andrésar Andar leikanna 2020 þar sem óskað er eftir því að framlag að upphæð 650.000 kr. samkvæmt samningi verði greitt þó svo að leikunum hafi verið aflýst í ljósi COVID-19. Stjórn Hlíðarfjalls vísar erindinu til bæjarráðs.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 28. maí sl. og var afgreiðslu þá frestað og bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að greiða framlag skv. samningi enda er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins.

Frístundaráð - 86. fundur - 02.12.2020

Lagður fram til samþykktar samningur við Skíðafélag Akureyrar vegna Andrésar Andarleikanna.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála og Helgi Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að núverandi samningur verði framlengdur um eitt ár og verður því styrkupphæð óbreytt, kr. 650.000.

Bæjarráð - 3729. fundur - 03.06.2021

Erindi dagsett 19. maí 2021 frá undirbúningsnefnd Andrésar andarleikanna 2021. Leikunum var aflýst um sólarhring áður en þeir áttu að hefjast vegna sóttvarnatilmæla frá yfirvöldum. Nefndin óskar eftir að 650 þús. kr. fjárframlag Akureyrarbæjar standi í ár þrátt fyrir að ekki hafi orðið af leikunum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristinn J. Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að greiða framlag skv. samningi enda er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 4. fundur - 21.02.2022

Lagður fram styrktarsamningur við Skíðafélag Akureyrar vegna Andrésar Andarleikanna árið 2022.

Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrirliggjandi samning og felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

Um fullnaðarafgreiðslu er að ræða.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 21. fundur - 05.12.2022

Erindi dagsett 21. nóvember 2022 frá Fjalari Úlfarssyni formanni Andrésarnefndar Skíðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir endurnýjun á styrktarsamningi við félagið vegna Andrésar Andar leikanna þar sem núverandi samningur fellur úr gildi um næstu áramót.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur sviðsstjóra, í samstarfi við forstöðumann íþróttamála, að endurnýja styrktarsamning við Skíðafélag Akureyrar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 28. fundur - 27.03.2023

Halla Birgisdóttir Ottesen F-lista mætti á fundinn kl. 13:30 í forföllum Tinnu Guðmundsdóttur.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála lagði fram drög að samningi við Skíðafélag Akureyrar vegna Andrésar Andarleikanna 2023.


Áheyrnarfulltrúar: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samninginn.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 44. fundur - 18.12.2023

Til umræðu fyrirhuguð endurnýjun á styrktarsamningi við Skíðafélag Akureyrar vegna Andrésar Andarleikanna í Hlíðarfjalli.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA og Lilja Dögun Lúðvíksdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð felur formanni ráðsins og forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 46. fundur - 12.02.2024

Lagður fram til samþykktar samningur við Skíðafélag Akureyrar vegna Andrésar Andar leikanna.

Fjalar Ö. Úlfarsson formaður Andrésarnefndar Skíðafélags Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til umhverfis- og mannvirkjaráðs og bæjarráðs.

Bæjarráð - 3839. fundur - 22.02.2024

Liður 10 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsurás dagsettri 12. febrúar 2024:

Lagður fram til samþykktar samningur við Skíðafélag Akureyrar vegna Andrésar Andar leikanna.

Fjalar Ö. Úlfarsson formaður Andrésarnefndar Skíðafélags Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til umhverfis- og mannvirkjaráðs og bæjarráðs.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning við Skíðafélag Akureyrar vegna Andrésar Andar leikanna með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

Ungmennaráð - 48. fundur - 06.03.2024

Ungmennaráð var upplýst um að fræðslu- og lýðheilsuráð hafi samþykkt samning við Skíðafélag Akureyrar vegna Andrésar Andarleikanna og vísað honum áfram til umhverfis- og mannvirkjaráðs og bæjarráðs. Ungmennaráð telur það jákvætt að keppendur fái frían miða í skíðalyftuna, þ.e. að miðinn sé innifalinn í þátttökugjaldinu.