Skíðafélag Akureyrar - Andrés Andarleikarnir

Málsnúmer 2018010433

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 26. fundur - 01.03.2018

Lagt fram til upplýsinga og kynningar samningsdrög við Skíðafélag Akureyrar varðandi Andrésar Andarleikana í Hlíðarfjalli.
Frístundaráð felur deildarstjóra íþróttamála að vinna málið áfram.

Frístundaráð - 29. fundur - 12.04.2018

Deildarstjóri íþróttamála lagði fram samningsdrög að styrktarsamningi við Skíðafélag Akureyrar vegna Andrésar Andarleikanna á skíðum í Hlíðarfjalli 2018-2020.
Frístundaráð samþykkir samninginn.

Stjórn Hlíðarfjalls - 3. fundur - 18.05.2020

Erindi dagsett 25. mars 2020 frá undirbúningsnefnd Andrésar Andar leikanna 2020 þar sem óskað er eftir því að framlag að upphæð 650.000 kr. samkvæmt samningi verði greitt þó svo að leikunum hafi verið aflýst í ljósi COVID-19.
Stjórn Hlíðarfjalls vísar erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3685. fundur - 28.05.2020

Liður 7 í fundargerð stjórnar Hlíðarfjalls dagsettri 18. maí 2020:

Erindi dagsett 25. mars 2020 frá undirbúningsnefnd Andrésar Andar leikanna 2020 þar sem óskað er eftir því að framlag að upphæð 650.000 kr. samkvæmt samningi verði greitt þó svo að leikunum hafi verið aflýst í ljósi COVID-19.

Stjórn Hlíðarfjalls vísar erindinu til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

Bæjarráð - 3689. fundur - 25.06.2020

Liður 7 í fundargerð stjórnar Hlíðarfjalls dagsettri 18. maí 2020:

Erindi dagsett 25. mars 2020 frá undirbúningsnefnd Andrésar Andar leikanna 2020 þar sem óskað er eftir því að framlag að upphæð 650.000 kr. samkvæmt samningi verði greitt þó svo að leikunum hafi verið aflýst í ljósi COVID-19. Stjórn Hlíðarfjalls vísar erindinu til bæjarráðs.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 28. maí sl. og var afgreiðslu þá frestað og bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að greiða framlag skv. samningi enda er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins.