Bæjarráð

3702. fundur 22. október 2020 kl. 08:15 - 11:52 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Gunnar Gíslason
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021-2024

Málsnúmer 2020030454Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Einnig lagt fram til kynningar bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsett 15. október 2020 þar sem tilkynnt er að sé þess óskað muni ráðuneytið veita eftirfarandi fresti á afgreiðslu fjárhagsáætlana sveitarfélaga:

1. Byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem ákveðið er í samþykkt sveitarfélags, getur lagt fram tillögu að fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. desember 2020.

2. Að lokinni umfjöllun sveitarstjórnar getur afgreiðsla fjárhagsáætlunar farið fram eigi síðar en 31. desember 2020.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra fjársýslusviðs að óska eftir fresti á framlagningu og afgreiðslu fjárhagsáætlunar þannig að tillaga að fjárhagsáætlun verði lögð fram eigi síðar en 1. desember nk. og afgreiðsla fjárhagsáætlunar fari fram eigi síðar en 31. desember nk.

2.Íbúasamráð

Málsnúmer 2020100593Vakta málsnúmer

Rætt um tillögur stýrihóps um íbúasamráð.

Dan Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögur stýrihóps um íbúasamráð með fimm samhljóða atkvæðum.

3.SAF - beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda

Málsnúmer 2020100480Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 13. október 2020 frá Samtökum ferðaþjónustunnar um frestun eða niðurfellingu fasteignagjalda fyrir árið 2020 hjá rekstraraðilum í ferðaþjónustu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð Akureyrarbæjar bendir á að fasteignagjöld eru hluti af lögbundnum tekjum sveitarfélaga sbr. lög nr. 4/1995 og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið fer með málefni sveitarfélaga, þar með talið tekjustofna og fjármál sveitarfélaga. Sveitarfélög hafa því lítið svigrúm til að bregðast við og heimild til frestunar greiðslu fasteignagjalda eða önnur breyting á greiðslu fasteignagjalda, fer í gegnum Alþingi, líkt og heimild til frestunar greiðslu fasteignagjalda sem samþykkt var á Alþingi 30. mars síðastliðinn.

Ljóst er að sveitarfélög hvorki geta né mega afsala sér lögboðnum tekjustofnum, enda yrði þá að mæta því með öðrum tekjum sem ekki blasa við nú.

4.Afsláttur af leigu húsnæðis í eigu Akureyrarbæjar til aðila í ferðaþjónustu

Málsnúmer 2020050047Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 14. október 2020 frá Auði B. Ólafsdóttur vegna leigu kaffihússins Kaffi & list á húsnæði í Listasafninu á Akureyri.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

5.Umsagnarbeiðni vegna fyrirhugaðs samruna Norðlenska og Kjarnafæðis

Málsnúmer 2020100482Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. október 2020 frá Ágústi Torfa Haukssyni, framkvæmdastjóra Norðlenska þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær veiti Samkeppniseftirlitinu umsögn um fyrirhugaðan samruna Norðlenska og Kjarnafæðis.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð lýsir yfir stuðningi við samruna Norðlenska og Kjarnafæðis. Starfsemi fyrirtækjanna er afar mikilvæg bæði hvað varðar vinnumarkað sem og þjónustu við öflugan landbúnað á svæðinu. Er bæjarstjóra falið að senda inn umsögn vegna samrunans.

6.Sólvallagata 7 - sala

Málsnúmer 2020080611Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 16. október 2020:

Kaupsamningur vegna sölu á Sólvallagötu 7 í Hrísey lagður fyrir ráðið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir söluna fyrir sitt leyti.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir söluna og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ganga frá málinu.

7.Stjórnkerfisbreytingar í velferðarþjónustu

Málsnúmer 2020050662Vakta málsnúmer

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra mættu á fundinn og kynntu drög að greinargerð um vinnu við sameiningu búsetusviðs og fjölskyldusviðs í eitt velferðarsvið.

8.Stjórnsýslubreytingar - úttekt

Málsnúmer 2017110159Vakta málsnúmer

Rætt um vinnulag og framkvæmd stjórnsýslubreytinga.

Hulda Sif Hermannsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð áréttar mikilvægi þess að ráðið sé reglulega upplýst um stöðu og gang mála þegar unnið er að breytingum á stjórnsýslu.

9.Hjúkrunarheimili - nýbygging 2018-2022

Málsnúmer 2018120188Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu viðræðna við ríkið um byggingu nýs hjúkrunarheimilis og flutning reksturs öldrunarheimila frá Akureyrarbæ til ríkisins.
Ásthildur Sturludóttir vék af fundi kl. 10:55.

10.Holtahverfi norður - deiliskipulag

Málsnúmer 2016040101Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. október 2020:

Lagðar fram athugasemdir og umsagnir sem bárust við kynningu á tillögu að deiliskipulagi Holtahverfis norður. Þá er jafnframt lagt fram bréf Búfestis dagsett 2. október 2020 varðandi ósk um að fá formlega úthlutað hluta svæðisins til uppbyggingar í samvinnu við EBAK. Er gert ráð fyrir að a.m.k. helmingur íbúðanna verði fyrir 60 plús.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson bar upp vanhæfi sitt í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræður og afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera breytingar á deiliskipulagstillögunni í samræmi við umræður á fundi. Bréfi Búfestis ehf. er vísað til bæjarráðs.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Þórhallur Jónsson formaður skipulagsráðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur formanni skipulagsráðs, sviðsstjóra skipulagssviðs og forseta bæjarstjórnar að ræða við forsvarsmenn Búfestis.

11.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar - breytingar 2020

Málsnúmer 2020100140Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað bæjarlögmanns dagsett 8. október 2020 um tímabundið ákvæði til bráðabirgða á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar varðandi fjölda nefndarmanna í fastanefndum Akureyrarbæjar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur, með vísan til minnisblaðs bæjarlögmanns, ekki grundvöll til að gera breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar hvað varðar fjölgun nefndarmanna þar sem það myndi leiða til aukins rekstrarkostnaðar.

12.Verklagsreglur um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar starfsfólks Akureyrarbæjar 2020

Málsnúmer 2020100490Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að tímabundnum breytingum á verklagsreglum um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar starfsfólks Akureyrarbæjar. Tilgangur breytinganna er að auka sveigjanleika og stytta viðbragðstíma vegna ástands sem hefur skapast vegna COVID-19.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að tímabundnum breytingum á verklagsreglum um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar hjá Akureyrarbæ.

13.Samningur Akureyrarbæjar við KFUM og KFUK 2018 - 2020

Málsnúmer 2018110044Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 14. október 2020:

Samningur Akureyrarbæjar við KFUM og KFUK rennur út í lok árs 2020. Lagt er til að samningurinn verði framlengdur um eitt ár.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð leggur til við bæjarráð að samningurinn verði samþykktur.
Bæjarráð samþykkir samninginn með fimm samhljóða atkvæðum.

14.Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra SSNE - fundargerðir stjórnar 2019-2020

Málsnúmer 2020020650Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra dagsettar 30. september og 14. október 2020.

Fundargerðir stjórnarinnar er að finna á eftirfarandi slóð: https://www.ssne.is/is/fundargerdir/stjorn-ssne

15.Samband íslenskra sveitarfélaga - 35. landsþing 2020

Málsnúmer 2020010436Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 17. október 2020 frá Karli Björnssyni framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til XXXV. landsþings sambandsins föstudaginn 18. desember nk. og verður það haldið rafrænt.

16.Stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga - fundargerðir 2020

Málsnúmer 2020050243Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 59. fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga dagsett 9. október 2020. Fundargerðina má finna á eftirfarandi vefslóð: http://sjavarutvegssveitarfelog.is/fundargerdir/

17.Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning), 21. mál

Málsnúmer 2020100419Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 15. október 2020 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði (breytt kynskráning), 21. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0021.html

18.Frumvarp til laga um um breytingu á barnalögum, nr. 762003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 11. mál

Málsnúmer 2020100364Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 13. október 2020 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003, með síðari breytingum (skipt búseta barns), 11. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 27. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0011.html

19.Frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, 14. mál

Málsnúmer 2020100416Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 15. október 2020 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, 14. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0014.html

20.Frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála, 15. mál

Málsnúmer 2020100418Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 15. október 2020 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um stjórnsýslu jafnréttismála, 15. mál 2020.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.

Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/151/s/0015.html

Fundi slitið - kl. 11:52.