Hjúkrunarheimili - nýbygging 2018-2022

Málsnúmer 2018120188

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1311. fundur - 20.11.2019

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá undirbúningsvinnu og stöðu máls, vegna frumathugunar á byggingu á nýju hjúkrunarheimili á Akureyri.

Bæjarráð - 3677. fundur - 02.04.2020

Lögð fram drög að samkomulagi um nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri.

Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð lýsir yfir vilja sínum til uppbyggingar hjúkrunarheimilis við Lögmannshlíð og felur bæjarstjóra að ræða við stjórnvöld um fyrirkomulag framkvæmda og samning.