Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021-2024

Málsnúmer 2020030454

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3677. fundur - 02.04.2020

Unnið að fjárhagsáætlun.

Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3680. fundur - 22.04.2020

Lögð fram drög að vinnuferli vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árin 2021-2024.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.
Ásthildur Sturludóttir mætti til fundar að nýju kl. 09:45.
Hilda Jana Gísladóttir vék af fundi kl. 09:46.

Bæjarráð - 3683. fundur - 14.05.2020

Rætt um drög að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri og Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3692. fundur - 13.08.2020

Lögð fram drög að tekjuáætlun fyrir árið 2021 vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum framlagða tekjuáætlun fyrir árið 2021 vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3692. fundur - 13.08.2020

Lögð fram drög að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
Afgreiðslu frestað.

Velferðarráð - 1323. fundur - 19.08.2020

Fjárhagsáætlun 2021 - gögn um vinnuferli áætlunargerðar kynnt.

Bæjarráð - 3693. fundur - 20.08.2020

Rætt um drög að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3694. fundur - 27.08.2020

Rætt um drög að fjárhagsramma vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3695. fundur - 03.09.2020

Rætt um gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3696. fundur - 10.09.2020

Rætt um gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3697. fundur - 17.09.2020

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3698. fundur - 24.09.2020

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið. Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og stjórnarformaður Norðurorku og Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku sátu fundinn undir hluta umræðunnar. Bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson og Þórhallur Jónsson sátu einnig fund bæjarráðs undir þessum lið, gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð þakkar Helga fyrir komuna á fundinn.
Hlynur Jóhannsson mætti til fundar kl. 08:26.

Bæjarráð - 3699. fundur - 01.10.2020

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sat fundinn undir þessum lið.

Einnig sátu fundinn undir þessum lið, gegnum fjarfundabúnað, bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson.

Bæjarráð - 3700. fundur - 08.10.2020

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra í samráði við stýrihóp um íbúasamráð að koma með tillögur að íbúasamráði við gerð fjárhagsáætlunar, í samræmi við umræður á fundinum, og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð - 3701. fundur - 15.10.2020

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3702. fundur - 22.10.2020

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Einnig lagt fram til kynningar bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsett 15. október 2020 þar sem tilkynnt er að sé þess óskað muni ráðuneytið veita eftirfarandi fresti á afgreiðslu fjárhagsáætlana sveitarfélaga:

1. Byggðarráð eða framkvæmdastjóri, eftir því sem ákveðið er í samþykkt sveitarfélags, getur lagt fram tillögu að fjárhagsáætlun eigi síðar en 1. desember 2020.

2. Að lokinni umfjöllun sveitarstjórnar getur afgreiðsla fjárhagsáætlunar farið fram eigi síðar en 31. desember 2020.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra fjársýslusviðs að óska eftir fresti á framlagningu og afgreiðslu fjárhagsáætlunar þannig að tillaga að fjárhagsáætlun verði lögð fram eigi síðar en 1. desember nk. og afgreiðsla fjárhagsáætlunar fari fram eigi síðar en 31. desember nk.

Bæjarráð - 3703. fundur - 29.10.2020

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og Heimir Haraldsson bæjarfulltrúi sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3704. fundur - 05.11.2020

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3705. fundur - 12.11.2020

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3706. fundur - 19.11.2020

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3707. fundur - 26.11.2020

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2021-2024 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3485. fundur - 01.12.2020

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 26. nóvember 2020:

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson, Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2021-2024 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.


Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti áætlunina.

Í umræðum tóku til máls Hilda Jana Gísladóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Heimir Haraldsson, Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Þórhallur Jónsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Gunnar Gíslason, Hlynur Jóhannsson, Halla Björk Reynisdóttir og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2021-2024 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3708. fundur - 03.12.2020

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Heimir Haraldsson og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð - 3709. fundur - 10.12.2020

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2021-2024 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.

Bæjarstjórn - 3486. fundur - 15.12.2020

Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 10. desember 2020:

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun 2021-2024 til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti áætlunina.

Í umræðum tóku til máls Sóley Björk Stefánsdóttir, Hlynur Jóhannsson, Hilda Jana Gísladóttir, Eva Hrund Einarsdóttir og Guðmundur Baldvin Guðmundsson.
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti

Samstæðureikningur Sveitarsjóðs A-hluti

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2021

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2022

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2023

Rekstraryfirlit samstæðureiknings 2024

Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2021-2024


A-hluta stofnanir:

Aðalsjóður

Eignasjóður gatna o.fl.

Fasteignir Akureyrarbæjar

Framkvæmdamiðstöð


B-hluta stofnanir:

Bifreiðastæðasjóður Akureyrar

Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar

Félagslegar íbúðir

Gjafasjóður ÖA

Hafnasamlag Norðurlands

Hlíðarfjall

Norðurorka hf.

Strætisvagnar Akureyrar


Aðalsjóður:

Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu 2021 að fjárhæð -2.138.039 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 2021 að fjárhæð 14.937.472 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.


A-hluta stofnanir:

I. Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða 2021 að fjárhæð 45.895 þús. kr.

II. Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 2021 að fjárhæð 747.090 þús. kr.

III. Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða 2021 að fjárhæð -4.853 þús. kr.

Allir þessir liðir A-hluta stofnana bornir upp í einu lagi og samþykktir með 11 samhljóða atkvæðum.


Samstæðureikningur:

Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu 2021 að fjárhæð

-1.349.907 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 37.373.837 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.


B-hluta stofnanir:

Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður 2021 eru:

I. Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -4.641 þús. kr.

II. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 123 þús. kr.

III. Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða -9.191 þús. kr.

IV. Gjafasjóður ÖA, rekstrarniðurstaða 0 kr.

V. Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða -17.415 þús. kr.

VI. Hlíðarfjall, rekstarniðurstaða -227 þús. kr.

VII. Norðurorka hf., rekstrarniðurstaða 363.162 þús. kr.

VIII. Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða 239 þús. kr.

Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana bornar upp í einu lagi og samþykktar með 11 samhljóða atkvæðum.


Samstæðureikningur Akureyrarbæjar:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A- og B-hluti með rekstrarniðurstöðu 2021 að fjárhæð -1.111.001 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 2021 að fjárhæð 61.103.714 þús. kr. borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.


Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar 2021:

Aðalsjóður 1.820.000 þús. kr.

A-hluti 2.427.000 þús. kr.

B-hluti 1.811.850.000 þús. kr.

Samantekinn A- og B-hluti 4.238.850 þús. kr.

Framkvæmdayfirlitið borið upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


Eftirfarandi tillögur að bókunum vegna fjárhagsáætlunar 2021 lagðar fram:


a) Starfsáætlanir

Bæjarstjórn felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar. Bæjarstjórn mun svo taka starfsáætlanirnar til umræðu.


a) liður samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.


b) Kaup á vörum og þjónustu

Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni í innkaupum og meta skal endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.


b) liður samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.


c) Áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar 2021

Bæjarstjórn ítrekar tilmæli til stjórnenda bæjarins um að gæta ítrasta aðhalds í öllum rekstri bæjarins á árinu 2021. Mikilvægt er að allri yfirvinnu sé haldið í lágmarki og þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnenda að meta vandlega yfirvinnuþörf og leita leiða til að draga úr henni. Jafnframt skulu stjórnendur meta sérstaklega þörf á nýráðningum og möguleika á hagræðingu með breyttu verkferli þegar störf losna. Allar slíkar breytingar þarf að leggja fyrir viðkomandi nefnd og bæjarráð.


c) liður samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.


Bæjarstjórn lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.


Forseti lýsir því yfir að 10. liður dagskrárinnar ásamt 7. lið í fundargerð bæjarráðs frá 10. desember 2020 séu þar með afgreiddir.


Hlynur Jóhannsson M-lista og Þórhallur Jónsson D-lista leggja fram eftirfarandi bókun:

Í kjarasamningum vegna styttingar vinnuvikunnar hjá leikskólakennurum er tekið fram að ekki eigi að koma til kostnaðarauka hjá sveitarfélögum heldur eigi að hagræða á móti styttingunni án þjónustuskerðingar. Nægur tími hefur verið til þess að fara í þessa vinnu og hafa til að mynda sveitarfélög eins og Hafnarfjörður og Mosfellsbær lokið þessari vinnu hjá sér. Nú þegar Akureyrarbær er að leita allra leiða til að spara þá er það óskiljanlegt að bæjarstjórn skuli ráðstafa 10 milljónum í það að gefa frest til þessarar hagræðingar í þrjá mánuði. Bæði er þetta vont fordæmi og afar vond ráðstöfun á fjárheimildum bæjarsjóðs.

Bæjarráð - 3716. fundur - 11.02.2021

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 1 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3489. fundur - 16.02.2021

Liður 4 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 11. febrúar 2021:

Lagður fram viðauki 1.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 1 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti viðaukann.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 1 með 11 samhljóða atkvæðum.
Fylgiskjöl:

Bæjarráð - 3725. fundur - 06.05.2021

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarssons sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 2 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3494. fundur - 18.05.2021

Liður 7 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 6. maí 2021:

Lagður fram viðauki 2.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 2 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 2 með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3736. fundur - 26.08.2021

Lagður fram viðauki 3.

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2021 sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 15. júní sl.

Bæjarráð samþykkir viðauka 3 með fimm samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3736. fundur - 26.08.2021

Lagður fram viðauki 4.

Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2021 sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 15. júní sl.

Bæjarráð samþykkir viðauka 4 með fimm samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3739. fundur - 16.09.2021

Lagður fram viðauki 5.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 5 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3498. fundur - 21.09.2021

Liður 3 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. september 2021:

Lagður fram viðauki 5.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar á fjársýslusviði sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 5 og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 5 með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3751. fundur - 09.12.2021

Lagður fram viðauki 6.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 6 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3503. fundur - 14.12.2021

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 9. desember 2021:

Lagður fram viðauki 6.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hag- og áætlanadeildar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 6 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 6 með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarráð - 3757. fundur - 03.02.2022

Lagður fram viðauki 7.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðauka 7 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3506. fundur - 15.02.2022

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 3. febrúar 2022:

Lagður fram viðauki 7.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs og Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir viðauka 7 með fimm samhljóða atkvæðum og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti efni viðaukans.
Bæjarstjórn samþykkir viðauka 7 með 11 samhljóða atkvæðum.