Samningur Akureyrarbæjar við KFUM og KFUK 2018 - 2020

Málsnúmer 2018110044

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 43. fundur - 07.11.2018

Lögð fram til kynningar drög að endurnýjuðum samningi Akureyrarbæjar við KFUM og KFUK 2018 - 2020.

Frístundaráð - 45. fundur - 07.12.2018

Samningur við KFUM og KFUK lagður fram til samþykktar.
Frístundaráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarráðs til endanlegrar samþykktar.

Bæjarráð - 3621. fundur - 13.12.2018

Liður 6 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 7. desember 2018:

Samningur við KFUM og KFUK lagður fram til samþykktar.

Frístundaráð samþykkir samninginn og vísar honum til bæjarráðs til endanlegrar samþykktar.
Bæjarráð staðfestir ákvörðun frístundaráðs.

Frístundaráð - 55. fundur - 03.05.2019

Lagður fram til kynningar ársreikningur KFUM og KFUK fyrir árið 2018 og rekstraráætlun ársins 2019.

Frístundaráð - 77. fundur - 10.06.2020

Lögð fram til kynningar ársskýrsla og ársreikningur KFUM og KFUK fyrir árið 2019.

Bryndís Elfa Valdemarsdóttir starfandi deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð - 83. fundur - 14.10.2020

Samningur Akureyrarbæjar við KFUM og KFUK rennur út í lok árs 2020. Lagt er til að samningurinn verði framlengdur um eitt ár.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð leggur til við bæjarráð að samningurinn verði samþykktur.

Bæjarráð - 3702. fundur - 22.10.2020

Liður 6 í fundargerð frístundaráðs dagsettri 14. október 2020:

Samningur Akureyrarbæjar við KFUM og KFUK rennur út í lok árs 2020. Lagt er til að samningurinn verði framlengdur um eitt ár.

Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála sat fundinn undir þessum lið.

Frístundaráð leggur til við bæjarráð að samningurinn verði samþykktur.
Bæjarráð samþykkir samninginn með fimm samhljóða atkvæðum.

Frístundaráð - 96. fundur - 08.06.2021

Ársskýrsla og ársreikningur KFUM og KFUK fyrir árið 2020 lagt fram til kynningar.