Verklagsreglur um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar starfsfólks Akureyrarbæjar 2020

Málsnúmer 2020100490

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3702. fundur - 22.10.2020

Lögð fram tillaga að tímabundnum breytingum á verklagsreglum um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar starfsfólks Akureyrarbæjar. Tilgangur breytinganna er að auka sveigjanleika og stytta viðbragðstíma vegna ástands sem hefur skapast vegna COVID-19.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að tímabundnum breytingum á verklagsreglum um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar hjá Akureyrarbæ.

Bæjarráð - 3714. fundur - 28.01.2021

Lögð fram tillaga að framlengingu tímabundinna breytinga á verklagsreglum um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar starfsfólks Akureyrarbæjar. Tilgangur breytinganna er að auka sveigjanleika og stytta viðbragðstíma vegna ástands sem hefur skapast vegna COVID-19.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að tímabundnum breytingum á verklagsreglum um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar hjá Akureyrarbæ.

Bæjarráð - 3733. fundur - 15.07.2021

Lögð fram tillaga að verklagsreglum um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar starfsfólks Akureyrarbæjar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir breytttar verklagsreglur um auglýsingar starfa og tímabundnar ráðningar.