Umsagnarbeiðni vegna fyrirhugaðs samruna Norðlenska og Kjarnafæðis

Málsnúmer 2020100482

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3702. fundur - 22.10.2020

Erindi dagsett 16. október 2020 frá Ágústi Torfa Haukssyni, framkvæmdastjóra Norðlenska þar sem óskað er eftir að Akureyrarbær veiti Samkeppniseftirlitinu umsögn um fyrirhugaðan samruna Norðlenska og Kjarnafæðis.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð lýsir yfir stuðningi við samruna Norðlenska og Kjarnafæðis. Starfsemi fyrirtækjanna er afar mikilvæg bæði hvað varðar vinnumarkað sem og þjónustu við öflugan landbúnað á svæðinu. Er bæjarstjóra falið að senda inn umsögn vegna samrunans.