Afsláttur af leigu húsnæðis í eigu Akureyrarbæjar til aðila í ferðaþjónustu

Málsnúmer 2020050047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3682. fundur - 07.05.2020

Rætt um tímabundinn afslátt af leigu húsnæðis í eigu Akureyrarbæjar til aðila í ferðaþjónustu.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Akureyrarbær þarf eins og aðrir sem leigja fyrirtækjum sem orðið hafa fyrir verulegri tekjuskerðingu vegna afleiðinga COVID-19 að koma til móts við fyrirtækin með tímabundinni lækkun leigu. Bæjarráð samþykkir þess vegna með fimm samhljóða atkvæðum að veittur verði 50% afsláttur af húsaleigu mánuðina mars, apríl og maí til ferðaþjónustuaðila sem leigja húsnæði af Akureyrarbæ. Þá samþykkir bæjarráð að fella niður leigu til þriðja aðila í húsnæði Akureyrarbæjar sem lokað var vegna fyrirmæla Almannavarna, þann tíma sem lokunin varði. Ákvörðun um framhald verður tekin fyrir 1. júní nk.

Bæjarráð - 3687. fundur - 11.06.2020

Bæjarráð samþykkti á fundi 7. maí sl. að veita 50% afslátt af húsaleigu mánuðina mars, apríl og maí til ferðaþjónustuaðila sem leigja húsnæði af Akureyrarbæ. Jafnframt var samþykkt að fella niður leigu til þriðja aðila í húsnæði Akureyrarbæjar sem lokað var vegna fyrirmæla Almannavarna, þann tíma sem lokunin varði. Áætlað var að ákvörðun um framhald yrði tekin fyrir 1. júní sl.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum að veita 50% afslátt af húsaleigu júnímánaðar til ferðaþjónustuaðila sem leigja húsnæði af Akureyrarbæ en frekari afslættir verða ekki veittir vegna tekjufalls undanfarinna mánaða.

Bæjarráð - 3702. fundur - 22.10.2020

Lagt fram erindi dagsett 14. október 2020 frá Auði B. Ólafsdóttur vegna leigu kaffihússins Kaffi & list á húsnæði í Listasafninu á Akureyri.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð - 3704. fundur - 05.11.2020

Rætt um tímabundinn afslátt af leigu húsnæðis.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Kristinn J. Reimarssson sviðsstjóri samfélagssviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útfæra afslátt af leigu húsnæðis á vegum Akureyrarbæjar vegna lokunar Listasafns og Amtsbókasafns í kjölfar sóttvarnaaðgerða.

Bæjarráð - 3705. fundur - 12.11.2020

Erindi dagsett 6. nóvember 2020 þar sem rekstraraðilar kaffihússins í Lystigarðinum sækja um afslátt eða niðurfellingu húsaleigu vegna tekjufalls í kjölfar kórónuveirufaraldursins.
Afgreiðslu frestað.

Bæjarráð - 3706. fundur - 19.11.2020

Erindi dagsett 6. nóvember 2020 þar sem rekstraraðilar kaffihússins í Lystigarðinum sækja um afslátt eða niðurfellingu húsaleigu vegna tekjufalls í kjölfar kórónuveirufaraldursins.

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 12. nóvember sl. og var afgreiðslu þá frestað.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs, Kristín Baldvinsdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði og bæjarfulltrúarnir Andri Teitsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Heimir Haraldsson og Þórhallur Jónsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu og bendir á úrræði á vegum ríkisins vegna tekjufalls fyrirtækja.
Ásthildur Sturludóttir vék af fundi kl. 09:42.