Samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar - breytingar 2020

Málsnúmer 2020100140

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3700. fundur - 08.10.2020

Rætt um breytingar á bæjarmálasamþykkt.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að undirbúa breytingar á bæjarmálasamþykkt og leggja tillögur þess efnis fyrir bæjarráð.

Bæjarráð - 3702. fundur - 22.10.2020

Lagt fram minnisblað bæjarlögmanns dagsett 8. október 2020 um tímabundið ákvæði til bráðabirgða á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar varðandi fjölda nefndarmanna í fastanefndum Akureyrarbæjar.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð telur, með vísan til minnisblaðs bæjarlögmanns, ekki grundvöll til að gera breytingar á samþykkt um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar hvað varðar fjölgun nefndarmanna þar sem það myndi leiða til aukins rekstrarkostnaðar.