Jafnvægisvog - boð um þátttöku

Málsnúmer 2018090207

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3611. fundur - 18.10.2018

Erindi dagsett 11. september 2018 frá Evu Magnúsdóttur f.h. Félags kvenna í atvinnulífinu þar sem Akureyrarbæ er boðið að taka þátt í verkefninu Jafnvægisvogin sem á að stuðla að jafnara kynjahlutfalli í framkvæmdastjórnum fyrirtækja og sveitarfélaga. Erindinu fylgir viljayfirlýsing til undirritunar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð lýsir yfir vilja til þess að vinna að því jafna hlutfall karla og kvenna í framkvæmdastjórnum fyrirtækja og sveitarfélaga á Íslandi með þátttöku í Jafnvægisvoginni og felur bæjarstjóra að undirrita yfirlýsingu þess efnis.