Samgönguáætlanir fyrir árin 2019-2023 og 2019-2033

Málsnúmer 2018100186

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3442. fundur - 16.10.2018

Umræða um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun til fimm ára, 2019-2023 og um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033.

Hilda Jana Gísladóttir tók til máls og fór yfir helstu þætti áætlananna sem snúa að Akureyrarbæ og ferðaþjónustu á Norðurlandi.

Í umræðum tóku til máls Þórhallur Jónsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Eva Hrund Einarsdóttir, Ingibjörg Ólöf Isaksen, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Þórhallur Jónsson (í annað sinn) og Halla Björk Reynisdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi ályktun með 11 samhljóða atkvæðum.

Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir miklum vonbrigðum með að í fimm ára samgönguáætlun sé ekki gert ráð fyrir fjármögnun uppbyggingar Akureyrarflugvallar. Það samræmist hvorki byggðastefnu stjórnvalda né umræðu um mikilvægi þess að dreifa ferðamönnum um landið. Þá hvetur bæjarstjórn Akureyrar ríkisstjórnina til að ljúka við löngu tímabæra eigendastefnu Isavia, ekki síðar en um áramótin 2018/2019.

Bæjarráð - 3611. fundur - 18.10.2018

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 12. október 2018 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023, 172. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0173.html

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur undir bókun bæjarstjórnar um samgönguáætlunina á fundi 16. október sl. og felur bæjarstjóra að ganga frá og senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 3611. fundur - 18.10.2018

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 12. október 2018 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033, 173. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0174.html

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð tekur undir bókun bæjarstjórnar um samgönguáætlunina á fundi 16. október sl. og felur bæjarstjóra að ganga frá og senda inn umsögn í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð - 3624. fundur - 24.01.2019

Umræður um veggjöld.
Bæjarráð lýsir yfir stuðningi við að kannaðar verði og útfærðar leiðir til að nýta veggjöld sem lið í að hraða uppbyggingu vegakerfis í landinu, stytta vegalengdir, auka umferðaröryggi og fækka slysum. Bæjarráð hvetur umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til að útfæra þær hugmyndir sem koma fram í minnisblaði meirihluta nefndarinnar dagsettu 19. desember 2018 og taka þá sérstaklega tillit til jafnræðis á öllum sviðum, ekki síst milli byggða landsins. Bæjarráð Akureyrar telur að stytting leiða milli Norður- og Austurlands annars vegar og Norðurlands og suðvesturhornsins hins vegar séu tilvalin verkefni til að nýta veggjöld til fjármögnunar á löngu tímabærum úrbótum. Bæjarráð fagnar því enn fremur að gera eigi langtímaáætlun um jarðgöng á Íslandi og telur veggjöld við nýframkvæmdir þeirra tilvalda leið til útfærslu.