Félagssvæði KA - beiðni um fjárframlag vegna framtíðaruppbyggingar

Málsnúmer 2018100230

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3611. fundur - 18.10.2018

Erindi dagsett 8. október 2018 frá Ingvari Gíslasyni formanni Knattspyrnufélags Akureyrar f.h. aðalstjórnar félagsins þar sem óskað er eftir þriggja milljóna króna fjárframlagi til að vinna frumkostnaðaráætlun um uppbyggingu á félagssvæði KA og til stofnunar á sjálfseignarfélagi um framkvæmdir á félagssvæði KA við Dalsbraut.
Hilda Jana Gísladóttir bar upp vanhæfi sitt til að fjalla um þennan lið. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi borið upp til atkvæða og var það samþykkt. Hún vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins og felur formanni bæjarráðs að ræða við formann KA.