Eyþing - fulltrúaráð

Málsnúmer 2018100114

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3611. fundur - 18.10.2018

Erindi dagsett 4. október 2018 frá verkefnastjóra Eyþings. Í erindinu er vísað í gr. 5.2 í lögum Eyþings um kosningu í fulltrúaráð Eyþings. Í ráðinu sitja 20 fulltrúar kosnir af sveitarstjórnum til tveggja ára í senn. Kjörgengir í fulltrúaráð eru þeir sömu og kjörgengir eru á aðalfundi Eyþings. Aðalmenn í stjórn Eyþings eru sjálfkjörnir í fulltrúaráðið. Formaður stjórnar er jafnframt formaður fulltrúaráðs. Ráðið skiptir að öðru leyti með sér verkum. Akureyrarbær á 5 fulltrúa í fulltrúaráðinu og þarf að skipa 3 fulltrúa nú auk varamanna til viðbótar þeim 2 sem eru sjálfkjörnir í fulltrúaráðið þar sem þeir eru stjórnarmenn í Eyþingi.
Bæjarráð skipar Guðmund Baldvin Guðmundsson, Höllu Björk Reynisdóttur og Evu Hrund Einarsdóttur sem aðalfulltrúa í fulltrúaráð Eyþings og Ingibjörgu Ólöfu Isaksen, Andra Teitsson og Rósu Njálsdóttur sem varafulltrúa.

Bæjarráð - 3618. fundur - 22.11.2018

Rætt um fyrirhugaðan fulltrúaráðsfund Eyþings.
Halla Björk Reynisdóttir vék af fundi kl. 11:53.