Sorpmál Akureyrarbæjar - framtíðarsýn

Málsnúmer 2018080972

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 40. fundur - 21.09.2018

Lagt til að skipaður verði launaður fimm manna vinnuhópur um framtíðarsýn í sorpmálum Akureyrarbæjar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð tilnefnir Andra Teitsson L-lista og Jönu Salóme I. Jósepsdóttur V-lista til setu í vinnuhópnum. Ráðið óskar eftir tilnefningu fulltrúa frá bæjarráði, Vistorku og Moltu.

Bæjarráð - 3611. fundur - 18.10.2018

Liður 3 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 21. september 2018:

Lagt til að skipaður verði launaður fimm manna vinnuhópur um framtíðarsýn í sorpmálum Akureyrarbæjar.

Umhverfis- og mannvirkjaráð tilnefnir Andra Teitsson L-lista og Jönu Salóme I. Jósepsdóttur V-lista til setu í vinnuhópnum. Ráðið óskar eftir tilnefningu fulltrúa frá bæjarráði, Vistorku og Moltu.
Bæjarráð tilnefnir Höllu Björk Reynisdóttur sem fulltrúa sinn í vinnuhópnum.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 49. fundur - 01.02.2019

Lagt fram minnisblað dagsett 29. janúar 2019 frá vinnuhópi um framtíðarsýn í sorpmálum Akureyrarbæjar. Einnig var kynntur samstarfshópur Eyþings og SSNV um sama málefni og aðkoma Akureyrarbæjar að þeim vinnuhópi.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 77. fundur - 08.05.2020

Kynning á niðurstöðum sorphópsins.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 78. fundur - 15.05.2020

Farið var yfir greinargerð vinnuhóps um framtíðarsýn í sorpmálum.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að ekki verði nýtt uppsagnarákvæði í samningi við Terra ehf. og standi samningurinn þess vegna til 2022. Ráðið leggur áherslu á að þær umbætur sem eru í gangi á athafnasvæðum Terra klárist.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því að notkun límmiða og sekta vegna óflokkaðs rusls í tunnum við heimili verði aukin umtalsvert.

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir því að farið verði í flokkunar- og fræðsluátak með áherslu á fyrirtæki jafnt og heimili.