Bæjarráð

3610. fundur 04. október 2018 kl. 08:15 - 12:55 Fundaaðstaða bæjarstjóra á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Eva Hrund Einarsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Hlynur Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristín Sóley Sigursveinsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og þjónustudeildar
Dagskrá

1.Viðauki vegna aukins stuðnings í leikskólum

Málsnúmer 2018090324Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 1. október 2018:

Viðauki vegna aukins stuðnings í leikskólum lagður fram til 2. umræðu.

Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 11.800.000 og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna þessa.

2.Viðauki vegna villu í launaáætlun leikskólans Tröllaborga

Málsnúmer 2018090325Vakta málsnúmer

Liður 5 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 1. október 2018:

Viðauki vegna launaáætlunar leikskólans Tröllaborga lagður fram til 2. umræðu.

Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 6.066.000 og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna þessa.

3.Skákfélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna alþjóðlegs skákmóts 2019

Málsnúmer 2018010366Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. janúar 2018 frá formanni Skákfélags Akureyrar þar sem sótt er um styrk vegna alþjóðlegs skákmóts vorið 2019 í tilefni af 100 ára afmæli félagsins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2019 - gjaldskrá Hlíðarfjalls

Málsnúmer 2018080857Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga frístundaráðs að gjaldskrá Hlíðarfjalls með gildistíma frá hausti 2018 til hausts 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn. Jafnframt er frístundaráði falið að móta tillögur að fjölskyldukorti í íþrótta- og frístundamannvirki Akureyrarbæjar og skila til bæjarráðs fyrir árslok 2018.

5.Fjárlagafrumvarp 2019

Málsnúmer 2018090424Vakta málsnúmer

Karl Guðmundsson verkefnastjóri á fjársýslusviði mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og fór yfir þau mál sem snúa að Akureyrarbæ.

Frumvarpið og fylgigögn er að finna á eftirfarandi slóð:

https://www.stjornarradid.is/verkefni/efnahagsmal-og-opinber-fjarmal/fjarlog/fjarlog-fyrir-arid-2019/

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

6.Útboð - yfirlit

Málsnúmer 2017100204Vakta málsnúmer

Umræða um stöðu útboða. Karl Guðmundsson verkefnastjóri kynnti samantekt sína um málið.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

7.Aðalstræti 60, 62 og 64 - eignir boðnar til kaups

Málsnúmer 2018100022Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. september 2018 þar sem Sigurður Baldursson f.h. EXT ehf. býður Akureyrarbæ til kaups lóðir og fasteignir við Aðalstræti 60, 62 og 64.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hafnar erindinu.

8.Fjársýslusvið - starfsáætlun 2019

Málsnúmer 2018100008Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að starfsáætlun fjársýslusviðs fyrir árið 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Margrét Tryggvadóttir sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir starfsáætlun fjársýslusviðs fyrir árið 2019.

9.Stjórnsýslusvið - starfsáætlun 2019

Málsnúmer 2018060362Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að starfsáætlun stjórnsýslusviðs fyrir árið 2019.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir starfsáætlun stjórnsýslusviðs fyrir árið 2019.

10.Fjárhagsáætlun 2019 - 121 - stjórnsýslusvið og fjársýslusvið

Málsnúmer 2018090323Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2019 fyrir málaflokk 121.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 121 sem gera ráð fyrir viðbótum við útgefinn ramma að upphæð kr. 34.219.000 og vísar málinu til frekari vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar.

11.Námsstyrkjasjóður sérmenntaðra starfsmanna

Málsnúmer 2018080977Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 24. september 2018:

Umfjöllun um erindi dagsett 28. ágúst 2018 um úthlutun launaðs námsleyfis með tilstyrk Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna Akureyrarbæjar.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að í fjárhagsáætlun árins 2019 verði gert ráð fyrir framlagi í samræmi við reglur Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra. Kjarasamninganefnd felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að setja í gang vinnu við endurskoðun á reglum sjóðsins.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.

12.Nefndalaun - breytingar á reglum 2018

Málsnúmer 2018090342Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að reglum um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að reglum um launakjör og starfsaðstöðu bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.

13.Straumlínustjórnun - Lean - innleiðing

Málsnúmer 2018100030Vakta málsnúmer

Umræða um stöðu innleiðingar straumlínustjórnunar.
Frestað.

14.Akureyrarflugvöllur

Málsnúmer 2018010214Vakta málsnúmer

Málefni Akureyrarflugvallar tekin til umræðu að beiðni Gunnars Gíslasonar D-lista með vísan til umræðu í bæjarstjórn 18. september sl. Ræddar verða hugmyndir um að fara í gerð viðskiptaáætlunar sem tæki mið af því að Akureyrarbær taki yfir rekstur flugvallarins af Isavia ohf. með samningi við ríkið.
Frestað.

15.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - ársfundur 2018

Málsnúmer 2018090387Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2018 frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 10. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Fundurinn verður í sal B sem er staðsettur á jarðhæð hótelsins og hefst kl. 16:00.
Bæjarráð felur formanni bæjarráðs að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

16.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 309. fundar stjórnar Eyþings dagsett 21. september 2018.

Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.eything.is/is/fundargerdir-1

17.Frumvarp til laga um breytingu á vegalögum nr. 80/2007, 32. mál 2018

Málsnúmer 2018090400Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 27. september 2018 frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um vegalög, 32. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/pdf/149/s/0032.pdf

18.Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum, 25 mál 2018

Málsnúmer 2018090416Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 28. september 2018 frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum, 25. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0025.html

19.Tillaga til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál 2018

Málsnúmer 2018090392Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 26. september 2018 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda, 19. mál 2018.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. október nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/149/s/0019.html

Fundi slitið - kl. 12:55.