Skákfélag Akureyrar - styrkbeiðni vegna alþjóðlegs skákmóts 2019

Málsnúmer 2018010366

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 28. fundur - 22.03.2018

Erindi dagsett 25. janúar 2018 frá formanni Skákfélags Akureyrar þar sem sótt er um styrk vegna alþjóðlegs skákmóts vorið 2019.
Frístundaráð tekur vel í erindið og vísar því til næstu fjárhagsáætlunargerðar.

Frístundaráð - 37. fundur - 05.09.2018

Erindi dagsett 25. janúar 2018 frá formanni Skákfélags Akureyrar þar sem sótt er um styrk vegna alþjóðlegs skákmóts vorið 2019.

Erindið var tekið fyrir á fundi frístundaráðs þann 22. mars sl. og þá var samþykkt að vísa erindinu til næstu fjárhagsáætlunargerðar.

Afgreiðslu frestað.
Viðar Valdimarsson vék af fundi kl. 13:35

Frístundaráð - 39. fundur - 28.09.2018

Tekin fyrir að nýju styrkbeiðni Skákfélags Akureyrar vegna alþjóðlegs skákmóts 2019.
Frístundaráð samþykkir að styrkja félagið um kr. 100.000 vegna alþjóðlegs móts sem haldið er í tilefni af 100 ára afmæli félagsins.

Bæjarráð - 3610. fundur - 04.10.2018

Erindi dagsett 25. janúar 2018 frá formanni Skákfélags Akureyrar þar sem sótt er um styrk vegna alþjóðlegs skákmóts vorið 2019 í tilefni af 100 ára afmæli félagsins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.