Viðauki vegna Lautarinnar á Tröllaborgum

Málsnúmer 2018090325

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 18. fundur - 24.09.2018

Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrar skýrði ástæður viðaukans sem eru vegna villu í launa- og dreifingaráætlun 2018. Óskað er eftir viðbótarfjárhæð kr. 6.066 þús.
Málinu er vísað til 2. umræðu í fræðsluráði skv. verklagsreglum Akureyrarkaupstaðar.

Fræðsluráð - 19. fundur - 01.10.2018

Viðauki vegna launaáætlunar leikskólans Tröllaborga lagður fram til 2. umræðu.
Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3610. fundur - 04.10.2018

Liður 5 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 1. október 2018:

Viðauki vegna launaáætlunar leikskólans Tröllaborga lagður fram til 2. umræðu.

Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 6.066.000 og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna þessa.