Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2019

Málsnúmer 2018080857

Vakta málsnúmer

Frístundaráð - 36. fundur - 27.08.2018

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2019

Frístundaráð - 37. fundur - 05.09.2018

Teknar fyrir tillögur forstöðumanna að gjaldskrám 2019.

Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar og Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls sátu fundinn undir þessum lið.
Afgreiðslu gjaldskrár Hlíðarfjalls og Sundlaugar Akureyrar er frestað til næsta fundar.

Viðar Valdimarsson fulltrúi M-lista leggur til breytingatillögu vegna gjaldskrár fyrir tómstundastarf í Víðilundi þannig að hún verði óbreytt og jafnframt verði kaffigjald í tómstundastarfi í Víðilundi og á Punktinum samræmt, 200 kr. Breytingatillagan er samþykkt með atkvæðum fulltrúa M og D-lista. Fulltrúar S, B og L-lista sitja hjá.

Frístundaráð - 38. fundur - 19.09.2018

Umræða um starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs 2019. Gjaldskrártillögur lagðar fram til samþykktar.
Gjaldskrá frístundaráðs fyrir tómstundastarfsemi i Rósenborg, Punktinum og Víðilundi samþykkt með atkvæðum Hildar Bettyar Kristjánsdóttur L-lista, Arnars Þórs Jóhannessonar S-lista, Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista og Berglindar Óskar Guðmundsdóttur D-lista. Viðar Valdimarsson M-lista sat hjá.



Gjaldskrá frístundaráðs fyrir íþróttastarfsemi samþykkt með atkvæðum Hildar Bettyar Kristjánsdóttur L-lista, Arnars Þórs Jóhannessonar S-lista og Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista. Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista greiddi atkvæði á móti. Viðar Valdimarsson M-lista sat hjá.



Viðar Valdimarsson M-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Brýnt er að meirihluti frístundaráðs snúi sér í ríkari mæli að standast rekstraráætlanir síns málaflokks, áður en lögð eru frekari álögur á íbúa sveitarfélagsins.

Frístundaráð - 39. fundur - 28.09.2018

Starfs- og fjárhagsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2019 lögð fram til samþykktar.
Tillaga að fjárhagsáætlun málaflokks 102, tómstundamál og Sumarvinna skólafólks, sem eru á ábyrgð frístundaráðs gerir ráð fyrir að það vanti kr. 7.022.000 upp á að rekstur rúmist innan útgefis ramma sem er kr. 119.776.000. Óskað er eftir hækkun á fjárhagsrammanum sem því nemur.



Fjárhagsrammi fyrir málaflokk 106 vegna ársins 2019 er kr. 2.191.601.000 og er framlögð fjárhagsáætlun innan þess ramma.

Frístundaráð samþykkir að óska eftir því við bæjarráð að fá 1,7 viðbótarstöðugildi til að ráða tímabundið verkefnastjóra yfir samfelldum vinnudegi barna (1,0). Til að auka við stöðu verkefnastjóra barnasáttmálans úr 30 í 70% (0,4) og til að auka við stöðugildi verkefnastjóra atvinnumála ungs fólks úr 70 í 100% (0,3) með áherslu á aukna þjónustu vegna starfsemi Virkisins. Kostnaður vegna viðbótarstöðugilda rúmast innan ramma fjárhagsáætlunar.



Frístundaráð samþykkir framlagða fjárhags- og starfsáætlun 2019 með atkvæðum Arnars Þórs Jóhannessonar S-lista, Sunnu Hlínar Jóhannesdóttur B-lista, Marons Péturssonar L-lista og Berglindar Óskar Guðmundsdóttur D-lista. Stefán Örn Steinþórsson M-lista greiddi atkvæði á móti.



Starfs- og fjárhagsáætlun er vísað til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.



Stefán Örn Steinþórsson M-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Ég leggst gegn lækkun fjárframlaga sem komu fram í samningsdrögum vegna uppbyggingar á svæði Bílaklúbbs Akureyrar úr kr. 25.000.000 á ári í 4 ár niður í kr. 15.000.000 á ári á grundvelli þess að sú upphæð dugi ekki til að klára lágmarks uppbyggingu á svæðinu og skilji því framkvæmdina eftir ókláraða til framtíðar.



Berglind Ósk Guðmundsdóttir D-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Æskilegt væri að hækka fyrir árið 2019 frístundaávísun í kr. 50.000 í samræmi við kosningaloforð flokkanna fyrir kosningar í maí 2018.



Nauðsyn er að brýna fyrir íþróttafélögunum mikilvægi þess að þau setji sér verklagsreglur um viðbrögð við einelti, kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru ofbeldi til að samræma viðbrögð ef/þegar slík tilvik koma upp.

Bæjarráð - 3610. fundur - 04.10.2018

Lögð fram tillaga frístundaráðs að gjaldskrá Hlíðarfjalls með gildistíma frá hausti 2018 til hausts 2019.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn. Jafnframt er frístundaráði falið að móta tillögur að fjölskyldukorti í íþrótta- og frístundamannvirki Akureyrarbæjar og skila til bæjarráðs fyrir árslok 2018.

Bæjarstjórn - 3442. fundur - 16.10.2018

Á fundi bæjarráðs 4. október sl. var lögð fram tillaga frístundaráðs að gjaldskrá Hlíðarfjalls með gildistíma frá hausti 2018 til hausts 2019. Bæjarráð samþykkti gjaldskrána og vísaði henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Hildur Betty Kristjánsdóttir kynnti tillögu frístundaráðs.

Í umræðum tóku til máls Þórhallur Jónsson, Hlynur Jóhannsson, Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Eva Hrund Einarsdóttir og Hildur Betty Kristjánsdóttir.
Bæjarstjórn staðfestir ákvörðun bæjarráðs með 10 atkvæðum.

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Frístundaráð - 46. fundur - 17.12.2018

Farið yfir samþykkta fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2019.

Frístundaráð - 47. fundur - 04.01.2019

Farið yfir starfsáætlun frístundaráðs fyrir árið 2019 m.t.t. samþykktrar fjárhagsáætlunar.

Alfa Aradóttir deildarstjóri forvarna- og frístundamála sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir starfsáætlun 2019 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Frístundaráð samþykkir að óska eftir kr. 17.000.000 úr áhalda- og búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar fyrir eftirtöldum búnaði:

- Nýjar skorklukkur í íþróttamannvirki.

- Endurnýjun á björgunarbúnaði fyrir stólalyftu.

- Nauðsynlegum merkingum á skíðabrautum og lyftuplönum.

- Kaupum á búnaði vegna snjóflóðahættumats og mildunaraðgerða í Hlíðarfjalli.

- Hjólabraut. (Pumptrack.)

Frístundaráð - 53. fundur - 03.04.2019

Umhverfis- og mannvirkjaráð óskar eftir að frístundaráð sendi inn nýtt erindi vegna búnaðarkaupa en ráðið hafði áður bókað um slíkt á fundi sínum þann 4. janúar sl.

Helgi Rúnar Bragason framkvæmdastjóri ÍBA sat fundinn undir þessum lið.
Frístundaráð samþykkir að óska eftir kr. 17.000.000 úr áhalda- og búnaðarsjóði umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar fyrir eftirtöldum búnaði:

- Nýjar skorklukkur í íþróttamannvirki kr. 7.000.000

- Hjólabraut (Pumptrack) kr. 10.000.000