Námsstyrkjasjóður sérmenntaðra starfsmanna

Málsnúmer 2018080977

Vakta málsnúmer

Kjarasamninganefnd - 6. fundur - 24.09.2018

Umfjöllun um erindi dagsett 28. ágúst 2018 um úthlutun launaðs námsleyfis með tilstyrk Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna Akureyrarbæjar.
Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að í fjárhagsáætlun árins 2019 verði gert ráð fyrir framlagi í samræmi við reglur Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra. Kjarasamninganefnd felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að setja í gang vinnu við endurskoðun á reglum sjóðsins.

Bæjarráð - 3610. fundur - 04.10.2018

Liður 3 í fundargerð kjarasamninganefndar dagsettri 24. september 2018:

Umfjöllun um erindi dagsett 28. ágúst 2018 um úthlutun launaðs námsleyfis með tilstyrk Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna Akureyrarbæjar.

Kjarasamninganefnd leggur til við bæjarráð að í fjárhagsáætlun árins 2019 verði gert ráð fyrir framlagi í samræmi við reglur Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra. Kjarasamninganefnd felur sviðsstjóra stjórnsýslusviðs að setja í gang vinnu við endurskoðun á reglum sjóðsins.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri stjórnsýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir tillögu kjarasamninganefndar.

Fræðslunefnd - 2. fundur - 29.10.2018

Samþykkt kjarasamninganefndar dagsett 24. september 2018 um styrki til námsleyfa sérmenntaðra starfsmanna.
Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með að fjárframlög til námsleyfa sérmenntaðra starfsmanna séu greidd í sjóðinn að nýju.