Viðauki vegna aukins stuðnings í leikskólum

Málsnúmer 2018090324

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 18. fundur - 24.09.2018

Elva Haraldsdóttir kennsluráðgjafi kom á fundinn og gerði grein fyrir erindinu.

Vegna fjölgunar barna sem þurfa á sérúrræðum að halda er óskað eftir viðbótarfjármagni að upphæð kr. 10.500 þús. Einnig er óskað eftir fjármagni að upphæð 1.300 þús vegna aukningar stöðuhlutfalls sérkennslustjóra. Samtals hljóðar viðaukinn upp á 11.800 þús.
Málinu er vísað til 2. umræðu í fræðsluráði skv. verklagsreglum Akureyrarkaupstaðar.

Fræðsluráð - 19. fundur - 01.10.2018

Viðauki vegna aukins stuðnings í leikskólum lagður fram til 2. umræðu.
Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3610. fundur - 04.10.2018

Liður 4 í fundargerð fræðsluráðs dagsettri 1. október 2018:

Viðauki vegna aukins stuðnings í leikskólum lagður fram til 2. umræðu.

Fræðsluráð samþykkir að vísa óskinni um viðauka til bæjarráðs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir viðbótarfjárveitingu að upphæð kr. 11.800.000 og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að útbúa viðauka vegna þessa.