Ferjusiglingar til Hríseyjar og Grímseyjar

Málsnúmer 2016100091

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3526. fundur - 20.10.2016

Umræður um ferjusiglingar til Hríseyjar og Grímseyjar.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að boða fulltrúa Vegagerðarinnar og fulltrúa hverfisráðanna í Hrísey og Grímsey á næsta fund bæjarráðs til að fara yfir málið.

Bæjarráð - 3529. fundur - 10.11.2016

Umræður um ferjusiglingar til Hríseyjar og Grímseyjar.

Guðmundur Helgason forstöðumaður greiningadeildar Vegagerðarinnar, Ásta Þorleifsdóttir sérfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu og Helga Íris Ingólfsdóttir verkefnastjóri Brothættra byggða í Hrísey og Grímsey sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar þeim Guðmundi, Ástu og Helgu Írisi fyrir greinagóðar upplýsingar um málið.