Fjárhagsáætlun 2017 - Fasteignir Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2016080126

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 284. fundur - 31.08.2016

Lögð fram fyrstu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir húsaleiguáætlun Fasteigna Akureyrarbæjar fyrir árið 2017.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 285. fundur - 06.10.2016

Lögð fram drög að viðhaldsáætlun, nýframkvæmdaáætlun og starfsáætlun FA 2017.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista vék af fundi kl. 20:00 og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir viðhalds- og rekstraráætlun ársins 2017 og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði.

Bæjarráð - 3526. fundur - 20.10.2016

1. liður í fundargerð stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar 6. október 2016:

Lögð fram drög að viðhaldsáætlun, nýframkvæmdaáætlun og starfsáætlun FA 2017.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista vék af fundi kl. 20:00 og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir viðhalds- og rekstraráætlun ársins 2017 og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði.

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar framlagðri viðhalds- og rekstraráætlun til gerðar fjárhagsáætlunar árins 2017.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 286. fundur - 24.10.2016

Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista mætti á fundinn kl. 10:00 við upphaf 3ja dagskrárliðar.
Unnið áfram að nýframkvæmdaáætlun áranna 2017-2019 hjá Fasteignum Akureyrarbæjar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 287. fundur - 01.11.2016

Unnið áfram að nýframkvæmdaáætlun áranna 2017-2019 hjá Fasteignum Akureyrarbæjar.
Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir þriggja ára áætlun án Samgöngumiðstöðvar.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista og Jón Orri Guðjónsson D-lista sátu hjá við afgreiðsluna.Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir áætlun um Samgöngumiðstöð.

Jón Orri Guðjónsson D-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Helena Þuríður Karlsdóttir S-lista greiddi atkvæði á móti og óskar bókað:

Í samstarfssamningi meirihlutaflokkana í bæjarstjórn Akureyrar er kveðið á um byggingu umferðarmiðstöðvar á kjörtímabilinu. Samfylkingin telur mikilvægt að framkvæmdir dragist ekki mikið lengur. Brýnt er að koma samgöngumálum til og frá bænum sem og innanbæjar á einn stað. Uppbygging miðbæjarins er ein af meginástæðum þess að það þarf að huga að þessari framkvæmd. Einnig má benda á að gríðarleg slysahætta er við stoppustöð strætó við Hof og við henni verður að bregðast áður en alvarleg slys verða.Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista óska bókað:

Gert er ráð fyrir fjármagni í hönnun á árinu 2017 og að framkvæmdir hefjist árið 2018.Helena Þuríður Karlsdóttir S-lista óskar bókað:

Ítrekar að ráðast þurfi í framkvæmdir við umferðarmiðstöðina á næsta ári.