Umboðsmaður Alþingis - beiðni um upplýsingar um meðferð og ráðstöfun eignarhluta sveitarfélaga

Málsnúmer 2016100111

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3526. fundur - 20.10.2016

Erindi dagsett 10. október 2016 frá umboðsmanni Alþingis. Í erindinu kemur fram að umboðsmaður Alþingis hafi um nokkurt skeið haft til athugunar mál sem lúta að meðferð og ráðstöfun eignarhluta sveitarfélaga í fyrirtækjum sem þau eiga eignaraðild að meðal annars með tilliti til meðferðar þeirra á eigendavaldi sínu og þess eftirlits sem sveitarstjórnum ber að hafa um málefni sveitarfélaga þar með talin ráðstöfun eigna þeirra. Í lögum nr. 85/1997 um umboðsmann Alþingis er honum sérstaklega falið að gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni. Af þessu tilefni og með hliðsjón af þeim upplýsingum sem fram hafa komið í fjölmiðlum um ráðstöfun Akureyrarbæjar á hlut sveitarfélagsins í fjárfestingarfélaginu Tækifæri hf snemma á þessu ári er þess óskað sbr. 7. gr. laga nr. 85/1997 um umboðsmann Alþingis að sveitarfélagið láti umboðsmanni í té upplýsingar og gögn varðandi málið.

Í erindinu kemur einnig fram að athugun umboðsmanns lúti ekki á þessu stigi að ráðstöfun Akureyrarbæjar á eignarhlut sveitarfélagsins í Tækifæri hf heldur sett fram í tilefni athugunar umboðsmanns á öðrum málum og með það fyrir augum að umbeðnar upplýsingar og gögn kunni að nýtast umboðsmanni við þá athugun.

Sjá nánar í meðfylgjandi erindi umboðsmanns Alþingis.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.