Styrkir til ungmenna vegna þátttöku í ólympíuleikum í stærðfræði og skyldum greinum

Málsnúmer 2016100115

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3526. fundur - 20.10.2016

Á fundi bæjarráðs 12. maí sl. var bæjarstjóra falið að móta reglur um styrkveitingar vegna þátttöku í ólympíuleikum ungmenna í stærðfræði og skyldum greinum. Óskir um slíka styrki hafa borist bæjarfélaginu reglulega. Undanfarin ár hefur óskráða reglan verið sú að bæjarráð hefur veitt styrk að upphæð kr. 50.000 á hvern einstakling.

Bæjarstjóri leggur til við bæjarráð að farin verði ein af eftirtöldum leiðum:

1. Veittur verði styrkur að upphæð kr. 50.000.

2. Greidd verði laun í samræmi við sumarátak, 7 tímar á dag í 5 vikur.

3. Í boði verði vinna seinnihluta sumars í 7 tíma á dag í 5 vikur.

Jafnframt er lagt til að frístundaráði (samfélags- og mannréttindaráði/íþróttaráði) verði falið að sjá um móttöku umsókna og úthlutanir.

Frístundaráði verði einnig falið að skoða í hvaða öðrum tilvikum styrkir af þessu tagi gætu átt við. Hér er vísað til íþrótta- og tómstundaþátttöku ungmenna sem er sambærileg við ofangreint.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu í samráði við samfélags- og mannréttindaráð og íþróttaráð í þeim tilgangi að gæta jafnræðis milli mismunandi hópa.