Eden alternative / hugmyndafræði

Málsnúmer 2013120037

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1176. fundur - 11.12.2013

Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá að Öldrunarheimilum Akureyrar hafi þann 5. desember sl. borist staðfesting á að heimilin hafi fengið alþjóðlega viðurkenningu sem EDEN heimili. Áformað er að formleg afhending viðurkenningarinnar verði um miðjan janúar nk.
Félagsmálaráð fagnar þessum áfanga og óskar starfsfólki Öldrunarheimila Akureyrar, íbúum og aðstandendum til hamingju með viðurkenninguna. Að baki liggur mikil vinna, breytingar á starfsháttum og húsakynnum, sem ber að þakka sérstaklega. Viðurkenningin er staðfesting á öllu því góða starfi sem unnið er á ÖA.

Félagsmálaráð - 1183. fundur - 09.04.2014

Stutt kynning á vinnu með Eden hugmyndafræðina, niðurstöður könnunar, námskeiðahald, ráðstefnur og fræðsluáform á næstu mánuðum.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

Velferðarráð - 1232. fundur - 01.06.2016

Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA kynntu vinnu við endurnýjun alþjóðlegrar viðurkenningar sem EDEN heimili. Hluti af því ferli eru fræðsluverkefni og endurbætur í starfsemi ÖA ásamt nýlegri hlýleikakönnun sem gerð var meðal íbúa, aðstandenda og starfsfólks. Kynntu þau helstu niðurstöður könnunarinnar og drög að samantekt/samanburði frá fyrri könnun 2013.
Velferðarráð þakkar kynninguna.

Velferðarráð - 1234. fundur - 24.08.2016

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór Guðmundsson, lagði fram tvær skýrslur/samantektir um kannanir í tengslum við vinnu við endurnýjun alþjóðlegrar viðurkenningar ÖA sem EDEN heimili.

Sú fyrri, "Hlýleikakönnun Eden 2016" lýsir niðurstöðum könnunar 2016 og að samanburður milli kannana bendi til að náðst hafi árangur í að bæta líðan íbúa. Næstu aðgerðir þurfi að taka mið af áherslum á þátttöku íbúa, markvissa upplýsingamiðlun og styrkingu á tengslum við fjölskyldur.

Í "Hlýleikakönnun meðal íbúa á ÖA" eru dregin saman viðtöl og vettvangsnótur sem safnað var þegar könnunin var lögð fyrir íbúa.

Velferðarráð - 1235. fundur - 07.09.2016

Lögð fram samantekt sem unnin er af Maríu Guðnadóttur lýðheilsufræðingi, um útivist, lífsgæði og ylgarða á hjúkrunarheimilum. Verkefnið hlaut styrk frá Velferðarráðuneytinu á sviði nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu og er unnið í samstarfi við ÖA.

Niðurstöður verkefnisins, sem er fræðileg samantekt um áhrif náttúru á heilsu og lífsgæði, mun gagnast við stefnumótun, öldrunarheimilum, heilbrigðisstofnunum og verkfræði- og arkitektastofum við hönnun bygginga ætlaðar eldra fólki.

Velferðarráð - 1283. fundur - 05.09.2018

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, sat fundinn undir þessum lið og greindi frá að þann 6. september nk. kl. 09:00 - 15:30 verður námskeið á vegum EDEN samtakanna á Íslandi í samvinnu við Eden heimilin, ÖA og Grund. Umfjöllunarefnið er "Dementia ? the person behind the disease". Fyrirlesarar og leiðbeinendur á námskeiðinu eru Rayne Stroebel og Carol Ende sem bæði eru alþjólega viðurkenndir fyrirlesarar um Eden hugmyndafræðina. Nánari upplýsingar eru í framlagðri kynningu og dreifiriti en námskeiðið er opið áhugasömu starfsfólki og stjórnendum.

Velferðarráð - 1286. fundur - 03.10.2018

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið og lagði fram til kynningar nýtt upplýsingarit Öldrunarheimila Akureyrar "Lyklar vellíðunar" sem ætlað er íbúum, fjölskyldum og starfsfólki. (www.akureyri.is/oldrunarheimili/frettir/lyklar-vellidunar).

Velferðarráð - 1287. fundur - 17.10.2018

Undir þessum lið er námskeið um Eden hugmyndafræðin fyrir aðalmenn velferðarráðs, undir umsjón Helgu Erlingsdóttur hjúkrunarforstjóra og Friðnýjar Sigurðardóttur forstöðumanns stoðþjónustu ÖA.

Frá árinu 2013 hafa Öldrunarheimili Akureyrar haft alþjóðlega viðurkenningu sem Eden heimili en markviss innleiðing Eden hugmyndafræðinnar hófst árið 2006.

Stór hluti af Eden og hluti af skilyrðum alþjóðlegrar viðurkenningar ÖA er fræðsla til stjórnenda, starfsfólks, íbúa og fjölskyldna.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri og Friðný Björg Sigurðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1327. fundur - 21.10.2020

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA greindi frá nýjasta og fjórða áfanga ÖA sem viðurkennt EDEN heimili. Fyrr á árinu var unnið að umsókn og úttekt sem lauk með afhendingu viðurkenningar þann 11. september 2020, eins og rakið er í frétt á heimasíðu ÖA.

Með þessum áfanga telst ÖA vera komið á þann stað að teljast til öndvegisheimila innan Eden hugmyndafræðinnar, en í því felst virk miðlun og þátttaka í þróun Eden hugmyndafræðinnar.

https://www.akureyri.is/oldrunarheimili/frettir/oa-hljota-vidurkenningu-sem-ondvegisheimili-eden-1