Starfsáætlanir velferðarráðs 2019

Málsnúmer 2018080271

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1282. fundur - 22.08.2018

Umræða um vinnu við starfsáætlanir og vinnuferlið.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur sviðsstjórum fjölskyldusviðs, búsetusviðs og framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar að vinna drög að starfsáætlunum fyrir fund ráðsins þann 19. september nk.

Velferðarráð - 1284. fundur - 19.09.2018

Lögð voru fram til frekari umræðu drög að starfsáætlunum búsetusviðs, fjölskyldusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar fyrir árið 2019. Áður tekið fyrir 22. ágúst 2018.
Umræðu vísað til næsta fundar.

Velferðarráð - 1285. fundur - 26.09.2018

Umræða um drög að starfsáætlunum búsetusviðs, fjölskyldusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar fyrir árið 2019.

Áður tekið fyrir 22. ágúst og 19. september 2018.
Jóni Hróa Finnssyni sviðsstjóra búsetusviðs falið að uppfæra starfsáætlun í samræmi við tillögu að fjárhagsáætlun.

Umræðu vísað áfram til næsta fundar.

Velferðarráð - 1286. fundur - 03.10.2018

Umræða um drög að starfsáætlunum búsetusviðs, fjölskyldusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar fyrir árið 2019.

Áður tekið fyrir 22. ágúst, 19. og 26. september 2018 og var Jóni Hróa Finnssyni sviðsstjóra búsetusviðs falið að uppfæra starfsáætlun í samræmi við tillögu að fjárhagsáætlun.