Fjárhagsáætlun 2019 - velferðarsvið

Málsnúmer 2018060382

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1280. fundur - 20.06.2018

Lagðar fram upplýsingar um fjárhagsáætlunarferli, tímalínu og forsendur fjárhagsáætlunar vegna ársins 2019.

Velferðarráð - 1284. fundur - 19.09.2018

Lögð fram til frekari umræðu drög að fjárhagsáætlunum fyrir búsetusvið, fjölskyldusvið og Öldrunarheimili Akureyrar 2019. Áður á dagskrá 22. ágúst 2018.
Umræðu vísað til næsta fundar.

Velferðarráð - 1285. fundur - 26.09.2018

Umræða um drög að fjárhagsáætlun fyrir búsetusvið, fjölskyldusvið og Öldrunarheimili Akureyrar 2019. Áður tekið fyrir 22. ágúst og 19. september 2018.

Magnús Valur Axelsson húsnæðisfulltrúi fjölskyldusviðs, Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA og Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu búsetusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Umræðu vísað áfram til næsta fundar.

Velferðarráð - 1286. fundur - 03.10.2018

Umræða um drög að fjárhagsáætlun fyrir búsetusvið, fjölskyldusvið og Öldrunarheimili Akureyrar 2019. Áður tekið fyrir 22. ágúst, 19. og 26. september 2018.

Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður í félagsþjónustu sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkti framlagðar tillögur að fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs, búsetusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar fyrir árið 2019 og vísar þeim til afgreiðslu bæjarráðs.Rekstrarniðurstaða í áætlunum er eftirfarandi:Búsetusvið kr. 2.426.669.000

Fjölskyldusvið kr. 848.164.000

Velferðarráð kr. 24.127.000

Öldrunarheimili Akureyrar kr. 331.000.000Velferðarráð óskar eftir því við bæjarráð að til viðbótar við ofangreint, verði gert ráð fyrir 74 m.kr. til reksturs vistunarúrræðis fyrir barn, skv. beiðni barnaverndarnefndar í áætlun búsetusviðs.Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Hermann Ingi Arason V-lista og Sigrún Elva Briem M-lista óska eftir að fært sé til bókunar:

Það eru vonbrigði að meirihlutinn skuli ekki hafa viljað óska eftir fjármagni til að undirbúa stofnun áfangaheimilis.Dagbjört Pálsdóttir S-lista, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir B-lista og Róbert Freyr Jónsson L-lista óska eftir því að fært sé til bókunar:

Meirihluti velferðarráðs leggur áherslu á að vilji er til að koma á fót áfangaheimili á kjörtímabilinu. Undirbúningur að þeirri vinnu er skilgreindur í starfsáætlun og er grundvöllur þess að hægt sé að meta þá kosti sem eru í stöðunni og taka ákvörðun út frá þeim.

Velferðarráð - 1287. fundur - 17.10.2018

Lögð fram leiðrétt tillaga að fjárhagsáætlun búsetusviðs. Rekstrarniðurstaða lækkar um 5,5 m.kr. vegna leiðréttinga á launa- og starfsmannakostnaði. Rekstrarniðurstaða samkvæmt leiðréttri áætlun er 2.421.184 þ.kr. í stað 2.426.669 þ.kr. í þeirri útgáfu sem samþykkt var á fundi velferðarráðs þann 3. október sl.
Velferðarráð samþykkir leiðrétta tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2019.

Velferðarráð - 1289. fundur - 21.11.2018

Farið yfir stöðu mála varðandi fjárhagsáætlun.
Sviðsstjóri búsetusviðs og forstöðumaður þjónustudeildar fjölskyldusviðs fóru yfir hugmyndir um lækkun útgjalda.