Þróun náms og námsefnis um velferðartækni

Málsnúmer 2018010419

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1271. fundur - 07.02.2018

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, kynnti styrkveitingu frá velferðarráðuneytinu vegna nýsköpunar og tækni í velferðarþjónustu að upphæð 1,2 milljónir króna.

Markmiðið er að þróa og prufukeyra nám eða námskeiðstilboð í samstarfi við Símey-símenntunarmiðstöð, sem getur gagnast fyrir almennt starfsfólk í velferðarþjónustu og einnig nýst sem fræðsluefni fyrir almenning um velferðartækni.

Gert er ráð fyrir að verkefnið verði unnið á vormisseri 2018 og verði síðan hluti af námsframboði haustið eða veturinn 2018-2019.

Velferðarráð - 1283. fundur - 05.09.2018

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, sat fundinn undir þessum lið og greindi frá framvindu samstarfsverkefnis um námsbraut/námskeið í velferðartækni. Verkefnið er nýsköpunar- og þróunarverkefni sem fékk styrk frá velferðarráðuneytinu. ÖA í samstarfi við velferðarsvið Reykjavíkur og símenntunarmiðstöðvarnar Símey og Framvegis hefur unnið drög að námskrá um 40 klst. nám í velferðartækni. Áformað er að fyrstu nemendur sæki námið í haust og verður það skipulagt bæði sem staðlotur og fjarnám.

Velferðarráð - 1286. fundur - 03.10.2018

Helga Erlingsdóttir hjúkrunarforstjóri ÖA sat fundinn undir þessum lið og greindi stuttlega frá vinnu í tengslum við nýsköpunar og þróunarverkefni við gerð námsskrárinnar sem unnin er í samstarfi við Símey, Framvegis og velferðarsvið Reykjavíkurborgar.

Áformuð prufukeyrsla á náminu sem áætluð var í október hefur verið frestað til janúar - febrúar 2019.

Velferðarráð - 1302. fundur - 05.06.2019

Lögð fram samantektarskýrsla um þróun náms og námsleiðir í velferðartækni. Skýrslan er unnin í maí 2019 af Ingunni Helgu Bjarnadóttur verkefnastjóra hjá Símey og Halldóri S. Guðmundssyni framkvæmdastjóra ÖA.

Skýrslan greinir frá þróun náms í velferðartækni en ÖA hefur verið í samstarfi við fleiri aðila og hafði fengið styrk frá velferðarráðuneytinu að upphæð kr. 1,2 milljónir, til að fylgja eftir þessu verkefni. Því telst nú lokið og er námsleiðin nú viðurkennt námskeið í framhaldsfræðslu og þar með er hægt að bjóða upp á námið fyrir markhóp í framhaldsfræðslu með aðkomu fræðslusjóðs.