Velferðarráð

1283. fundur 05. september 2018 kl. 14:00 - 16:46 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Róbert Freyr Jónsson
  • Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Snæbjörn Ómar Guðjónsson
Starfsmenn
  • María Sigurbjörg Stefánsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: María Sigurbjörg Stefánsdóttir
Dagskrá
Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista mætti í forföllum Hermanns Inga Arasonar.
Sigrún Elva Briem áheyrnarfulltrúi M-lista boðaði forföll og varamaður boðaði einnig forföll.

Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista vildi koma því á framfæri að hann fékk ekki aðgang að dagskrá og fylgigögnum á fundargátt Akureyrarbæjar fyrir fundinn.

1.ÖA - breyting á skammtímarými í dagþjálfunarrými

Málsnúmer 2018030309Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, sat fundinn undir þessum lið og greindi frá viðræðum og stöðu mála við velferðarráðuneytið um nýsköpunar- og þróunarverkefnið "Samfélagshjúkrun í dagþjálfun" sem verið hefur til skoðunar og nánari útfærslu síðan í apríl/maí. Verkefnið varðar að allt að 10 rými í tímabundinni dvöl/hvíldardvöl verði nýtt sem breytileg úrræði á sviði dagþjálfunar.

2.Þróun náms og námsefnis um velferðartækni

Málsnúmer 2018010419Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, sat fundinn undir þessum lið og greindi frá framvindu samstarfsverkefnis um námsbraut/námskeið í velferðartækni. Verkefnið er nýsköpunar- og þróunarverkefni sem fékk styrk frá velferðarráðuneytinu. ÖA í samstarfi við velferðarsvið Reykjavíkur og símenntunarmiðstöðvarnar Símey og Framvegis hefur unnið drög að námskrá um 40 klst. nám í velferðartækni. Áformað er að fyrstu nemendur sæki námið í haust og verður það skipulagt bæði sem staðlotur og fjarnám.

3.Eden alternative / hugmyndafræði

Málsnúmer 2013120037Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, sat fundinn undir þessum lið og greindi frá að þann 6. september nk. kl. 09:00 - 15:30 verður námskeið á vegum EDEN samtakanna á Íslandi í samvinnu við Eden heimilin, ÖA og Grund. Umfjöllunarefnið er "Dementia ? the person behind the disease". Fyrirlesarar og leiðbeinendur á námskeiðinu eru Rayne Stroebel og Carol Ende sem bæði eru alþjólega viðurkenndir fyrirlesarar um Eden hugmyndafræðina. Nánari upplýsingar eru í framlagðri kynningu og dreifiriti en námskeiðið er opið áhugasömu starfsfólki og stjórnendum.

4.Velferðartækni - samstarf velferðarsviðs Reykjavíkur og velferðarráðs Akureyrar

Málsnúmer 2017090039Vakta málsnúmer

Lögð fram að nýju stefna velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á sviði velferðartækni 2018-2022 ásamt viljayfirlýsingu velferðarráða beggja sveitarfélaganna frá 7. september 2017.

Með stefnuskjalinu var Reykjavíkurborg fyrst sveitarfélaga til að marka stefnu á sviði velferðartækni og ætlar sérstaka fjárveitingu til að koma einstökum þáttum stefnunnar til framkvæmda.

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, lagði til að hugað verði að gerð slíkrar stefnu og aðgerðaáætlunar fyrir a.m.k. ákveðna þætti starfsemi hjá velferðarráði.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir að unnið verði að aðgerðaáætlun á sviði velferðartækni sem hluta af aðgerðaáætlun velferðarstefnunnar.

5.Velferðarráð - framkvæmdaáætlun 2019

Málsnúmer 2018080455Vakta málsnúmer

Lögð fram minnisblöð framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og búsetusviðs um framkvæmdaþörf á árinu 2019.

Laufey Þórðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu búsetusviðs, Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir að fyrirliggjandi minnisblöð verði send til umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar.

6.Velferðarráð - rekstraryfirlit 2018

Málsnúmer 2018040006Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit fyrstu sjö mánaða ársins 2018 lögð fram til kynningar.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

7.Ósk um heimild til færslu fjárheimilda á milli liða í fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2018081135Vakta málsnúmer

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs óskaði eftir heimild velferðarráðs til að flytja fjárheimildir milli liða í fjárhagsáætlun sviðsins sbr. nánari útfæslu í fylgiskjali. Breytingarnar eru til komnar vegna breytinga á skipulagi og staðsetningar þjónustu og fela ekki í sér útgjaldaauka. Um er að ræða tilfærslur innan málaflokks sem eru heimilar án þess að fyrir liggi samþykktur viðauki sbr. 4. gr. fylgiskjals III með reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015.

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir tilfærslurnar og beinir því til bæjarráðs að þær verði færðar í viðauka við fyrsta tækifæri.

Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna vegna skorts á gögnum.

8.Samningar um öryggisgæslu 2018

Málsnúmer 2018010147Vakta málsnúmer

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið og upplýsti um gang viðræðna um samninga við velferðarráðuneyti og Greiningarstöð ríkisins um rekstur öryggisgæslu.

Fundi slitið - kl. 16:46.