Velferðartækni - samstarf velferðarsviðs Reykjavíkur og velferðarsviðs Akureyrar

Málsnúmer 2017090039

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1258. fundur - 06.09.2017

Lögð voru fram til kynningar drög að viljayfirlýsingu um samstarf velferðarsviða Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar sátu fundinn undir þessum lið.
Ráðgert er að skrifað verði undir yfirlýsinguna á sameiginlegum fundi velferðarsviðanna.

Velferðarráð - 1263. fundur - 18.10.2017

Framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar, Halldór S. Guðmundsson, vakti máls á umræðu og framvindu verkefna á sviði velferðartækni. Sem hluti af markmiði Connect verkefnisins og samstarfs við velferðarsvið Reykjavíkur og velferðarráðuneytið, var Halldór með innlegg á málstofu á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga þann 6. október 2017. Þá eru vinnuhópar á vegum fjölskyldusviðs, búsetusviðs og Öldrunarheimila Akureyrar og er ráðgert að halda reglulega stutta samráðs- og kynningarfundi á 2-3 vikna fresti í vetur. Markmið fundanna er að miðla og hvetja til samstarfs og eftirfylgdar verkefna sem eru í gangi eða á byrjunarreit.

Halldór greindi einnig frá áformum um framhald verkefna hjá ÖA svo sem Memaxi, samstarf við Símann um snjöll heimili og notkun tónlistar/spotify í iðju- og félagsstarfi svo nokkuð sé nefnt.

Velferðarráð - 1275. fundur - 04.04.2018

Stefna velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á sviði velferðartækni 2018-2022 lögð fram til kynningar ásamt viljayfirlýsingu velferðarráða beggja sveitarfélaganna frá 7. september 2017.

Með stefnuskjalinu er Reykjavíkurborg fyrst sveitarfélaga hérlendis að marka stefnu á sviði velferðartækni og ætlar sérstaka fjárveitingu til að koma einstökum þáttum stefnunnar til framkvæmda.

Velferðarráð - 1283. fundur - 05.09.2018

Lögð fram að nýju stefna velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á sviði velferðartækni 2018-2022 ásamt viljayfirlýsingu velferðarráða beggja sveitarfélaganna frá 7. september 2017.

Með stefnuskjalinu var Reykjavíkurborg fyrst sveitarfélaga til að marka stefnu á sviði velferðartækni og ætlar sérstaka fjárveitingu til að koma einstökum þáttum stefnunnar til framkvæmda.

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S. Guðmundsson, lagði til að hugað verði að gerð slíkrar stefnu og aðgerðaáætlunar fyrir a.m.k. ákveðna þætti starfsemi hjá velferðarráði.

Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir að unnið verði að aðgerðaáætlun á sviði velferðartækni sem hluta af aðgerðaáætlun velferðarstefnunnar.