Velferðarráð - framkvæmdaáætlun 2019

Málsnúmer 2018080455

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1282. fundur - 22.08.2018

Lagt fram erindi Guðríðar Erlu Friðriksdóttur sviðsstjóra umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 17. ágúst 2018 þar sem óskað er eftir upplýsingum um fyrirhugaðar framkvæmdir og viðhald mannvirkja á forræði velferðarráðs á næstu árum.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Sviðsstjórum falið að vinna tillögu að framkvæmdaáætlun velferðarráðs fyrir næsta fund.

Velferðarráð - 1283. fundur - 05.09.2018

Lögð fram minnisblöð framkvæmdastjóra Öldrunarheimila Akureyrar, sviðsstjóra fjölskyldusviðs og búsetusviðs um framkvæmdaþörf á árinu 2019.

Laufey Þórðardóttir forstöðumaður stoðþjónustu búsetusviðs, Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs, Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir að fyrirliggjandi minnisblöð verði send til umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar.