Samningar um öryggisgæslu 2018

Málsnúmer 2018010147

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1283. fundur - 05.09.2018

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið og upplýsti um gang viðræðna um samninga við velferðarráðuneyti og Greiningarstöð ríkisins um rekstur öryggisgæslu.

Velferðarráð - 1290. fundur - 05.12.2018

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið og lagði fram til umræðu og afgreiðslu niðurstöður samningaviðræðna um drög að samningi ásamt fylgigögnum, við velferðarráðuneyti og Greiningarstöð ríkisins um rekstur öryggisgæslu.
Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3621. fundur - 13.12.2018

Liður 2 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 5. desember 2018:

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sat fundinn undir þessum lið og lagði fram til umræðu og afgreiðslu niðurstöður samningaviðræðna um drög að samningi ásamt fylgigögnum, við velferðarráðuneyti og Greiningarstöð ríkisins um rekstur öryggisgæslu.

Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð staðfestir samninginn. Jafnframt felur bæjarráð bæjarstjóra að hefja viðræður við ríkið um framtíð öryggisvistunar.