Ósk um heimild til færslu fjárheimilda á milli liða í fjárhagsáætlun

Málsnúmer 2018081135

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1283. fundur - 05.09.2018

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs óskaði eftir heimild velferðarráðs til að flytja fjárheimildir milli liða í fjárhagsáætlun sviðsins sbr. nánari útfæslu í fylgiskjali. Breytingarnar eru til komnar vegna breytinga á skipulagi og staðsetningar þjónustu og fela ekki í sér útgjaldaauka. Um er að ræða tilfærslur innan málaflokks sem eru heimilar án þess að fyrir liggi samþykktur viðauki sbr. 4. gr. fylgiskjals III með reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015.

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir tilfærslurnar og beinir því til bæjarráðs að þær verði færðar í viðauka við fyrsta tækifæri.

Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna vegna skorts á gögnum.

Bæjarráð - 3609. fundur - 26.09.2018

Liður 7 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 5. september 2018:

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs óskaði eftir heimild velferðarráðs til að flytja fjárheimildir milli liða í fjárhagsáætlun sviðsins sbr. nánari útfæslu í fylgiskjali. Breytingarnar eru til komnar vegna breytinga á skipulagi og staðsetningar þjónustu og fela ekki í sér útgjaldaauka. Um er að ræða tilfærslur innan málaflokks sem eru heimilar án þess að fyrir liggi samþykktur viðauki sbr. 4. gr. fylgiskjals III með reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015.

Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs og Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir tilfærslurnar og beinir því til bæjarráðs að þær verði færðar í viðauka við fyrsta tækifæri.

Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna vegna skorts á gögnum.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir beiðni velferðarráðs.