Samningar um öryggisvistun 2016

Málsnúmer 2016110106

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1241. fundur - 07.12.2016

Unnið er að samningum við velferðarráðuneyti um greiðslur fyrir öryggisvistun skv. 62. gr. hegningarlaga nr. 19/1940.

Jón Hrói Finnsson framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti stöðu viðræðna. Lögð fram drög að samningum ásamt tilkynningu um afgreiðslu ríkisstjórnar Íslands á minnisblaði hlutaðeigandi ráðuneyta á fundi sínum þann 4. október 2016.

Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu búsetudeildar og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1242. fundur - 21.12.2016

Lögð fram drög að samningi við velferðarráðuneyti um öryggisvistunarúrræði sem gildir fyrir árið 2016.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu hjá fjölskyldudeild og Laufey Þórðardóttir verkefnastjóri þjónustu búsetudeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög og vísar þeim til umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð - 3537. fundur - 22.12.2016

7. liður í fundargerð velferðarrráðs dagsett 21. desember 2016:

Lögð fram drög að samningi við velferðarráðuneyti um öryggisvistunarúrræði sem gildir fyrir árið 2016.

Velferðarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög og vísar þeim til umfjöllunar í bæjarráði.

Bæjarráð staðfestir samninginn.

Velferðarráð - 1246. fundur - 01.02.2017

Viðbót við boðaða dagskrá.
Lögð fram drög að samningi um greiðslur vegna öryggisvistunar einstaklings á grundvelli 62. gr. alm. hegningarlaga, nr. 19/1940, fyrir tímabilið 14. mars 2013 til 31. desember 2016.
Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.

Bæjarráð - 3542. fundur - 02.02.2017

12. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 1. febrúar 2017:

Lögð fram drög að samningi um greiðslur vegna öryggisvistunar einstaklings á grundvelli 62. gr. alm. hegningarlaga, nr. 19/1940, fyrir tímabilið 14. mars 2013 til 31. desember 2016.

Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd bæjarins.