Búsetudeild - gjaldskrár 2017

Málsnúmer 2016100191

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1239. fundur - 02.11.2016

Umræður um hugmyndir að breytingum á gjaldskrá heimaþjónustu Akureyrarbæjar.
Tillaga að gjaldskrá verður lögð fram á næsta fundi.

Velferðarráð - 1240. fundur - 16.11.2016

Lögð fram tillaga að breytingum á gjaldskrá Heimaþjónustu Akureyrarbæjar frá 1. janúar 2017. Gert er ráð fyrir hækkun gjalds fyrir heimaþjónustu úr kr. 1.200 á klst. í kr. 1.320 og heimsendan mat úr kr. 1.150 í kr. 1.320. Að auki er lagt til að gjald kr. 1.320 á klst. verði tekið upp fyrir erindarekstur. Viðmið um hámarksgreiðslur verði fyrir 10 klst. á mánuði í stað 2 klst. á viku.
Velferðarráð samþykkir breytingar á gjaldskrá og vísar áfram til bæjarráðs.

Velferðarráð - 1242. fundur - 21.12.2016

Áður á dagskrá á fundi velferðarráðs þann 14. nóvember sl.

Við afgreiðslu breytinga á gjaldskrá í bæjarstjórn þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókun samþykkt: "Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagða gjaldskrá en vísar gjaldi á aðstoð við almenn heimilisstörf og heimsendingu matar aldraðra til endurskoðunar í velferðarráði með það að markmiði að draga úr hækkun ásamt því að leggja fram tillögur um hvernig lækkun tekna verði mætt innan málaflokksins".
Velferðarráð leggur til að hækkun gjalds fyrir heimsendan mat miðist við hækkun innkaupsverðs og verði kr. 1.205 (4,8%) og að hækkun gjalds fyrir heimaþjónustu miðist við áætlaða hækkun launakostnaðar og verði kr. 1.256 (4,7%).

Jóni Hróa Finnssyni framkvæmdastjóra búsetudeilar er falið að vinna tillögu að leiðum til að mæta lækkun tekna.

Velferðarráð vísar tillögunni áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3537. fundur - 22.12.2016

6. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 21. desember 2016:

Áður á dagskrá á fundi velferðarráðs þann 14. nóvember sl.

Við afgreiðslu breytinga á gjaldskrá í bæjarstjórn þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókun samþykkt: "Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagða gjaldskrá en vísar gjaldi á aðstoð við almenn heimilisstörf og heimsendingu matar aldraðra til endurskoðunar í velferðarráði með það að markmiði að draga úr hækkun ásamt því að leggja fram tillögur um hvernig lækkun tekna verði mætt innan málaflokksins".

Velferðarráð leggur til að hækkun gjalds fyrir heimsendan mat miðist við hækkun innkaupsverðs og verði kr. 1.205 (4,8%) og að hækkun gjalds fyrir heimaþjónustu miðist við áætlaða hækkun launakostnaðar og verði kr. 1.256 (4,7%). Jóni Hróa Finnssyni framkvæmdastjóra búsetudeildar er falið að vinna tillögu að leiðum til að mæta lækkun tekna. Velferðarráð vísar tillögunni áfram til bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3406. fundur - 03.01.2017

13. liður í fundargerð bæjarráðs dagsett 22. desember 2016:

6. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 21. desember 2016:

Áður á dagskrá á fundi velferðarráðs þann 14. nóvember sl.

Við afgreiðslu breytinga á gjaldskrá í bæjarstjórn þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókun samþykkt: 'Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagða gjaldskrá en vísar gjaldi á aðstoð við almenn heimilisstörf og heimsendingu matar aldraðra til endurskoðunar í velferðarráði með það að markmiði að draga úr hækkun ásamt því að leggja fram tillögur um hvernig lækkun tekna verði mætt innan málaflokksins'.

Velferðarráð leggur til að hækkun gjalds fyrir heimsendan mat miðist við hækkun innkaupsverðs og verði kr. 1.205 (4,8%) og að hækkun gjalds fyrir heimaþjónustu miðist við áætlaða hækkun launakostnaðar og verði kr. 1.256 (4,7%). Jóni Hróa Finnssyni framkvæmdastjóra búsetudeildar er falið að vinna tillögu að leiðum til að mæta lækkun tekna. Velferðarráð vísar tillögunni áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að gjaldskrá með 11 samhljóða atkvæðum.Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Bæjarstjórn óskar eftir því að velferðarráð Akureyrarbæjar hafi forgöngu um stofnun starfshóps um næringu aldraðra sem búa í heimahúsum. Markmið starfshópsins er að greina vandann og koma með tillögur að umbótum. Í starfshópinum verði fulltrúar frá Heilsugæslu, heimahjúkrun, Öldrunarheimilum Akureyrar og öðrum sem að málunum koma.

Bókunin var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.