Þroskahjálp - húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki

Málsnúmer 2016120065

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1242. fundur - 21.12.2016

Lagt fram erindi samtakanna Þroskahjálpar frá 7. desember þar sem formaður og framkvæmdastjóri hvetja til þess að sérstaklega sé hugað að þörfum fólks með þroskahömlun og fatlaðs fólks almennt þegar gerðar eru húsnæðisáætlanir eða ákvarðanir teknar um veitingu stofnframlaga.
Velferðarráð þakkar ábendingarnar.