Þjónusturáð vegna sérþjónustu fatlaðs fólks 2011-2014

Málsnúmer 2011020021

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1118. fundur - 09.02.2011

Í samningi um þjónustusvæði í Eyjafirði um málefni fatlaðs fólks, dags. 22. desember 2010, er gert ráð fyrir að hvert sveitarfélag á svæðinu tilnefni einn fulltrúa í þjónusturáð.
Lagt er til að fulltrúi Akureyrarbæjar í ráðinu verði Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri.
Anna Marit Níelsdóttir verkefnisstjóri á búsetudeild og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild sátu fundinn undir þesssum lið.

Félagsmálaráð er fylgjandi tillögunni um að bæjarstjóri verði fulltrúi Akureyrarbæjar í þjónusturáðinu.

Þegar hér var komið vék Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri á búsetudeild af fundi.

Félagsmálaráð - 1127. fundur - 10.08.2011

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. fundar þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar sat fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráð - 1172. fundur - 09.10.2013

Lögð fram ársskýrsla 2012 fyrir sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður þjónustumiðstöðva í Víðilundi og Bugðusíðu kynntu skýrsluna.

Félagsmálaráð þakkar kynninguna.

Velferðarráð - 1204. fundur - 18.02.2015

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lögðu fram fundargerð 6. fundar þjónusturáðs vegna samnings um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða sem haldinn var 11. nóvember 2014.
Í 3. lið fundargerðar samþykkja fundarmenn að leggja til við aðildarsveitarfélög að framangreindur samningur um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði verði framlengdur um 1 ár eða til 31. desember 2015. Samningurinn ásamt uppfærðum viðauka 1 var einnig lagður fram.
Velferðaráð samþykkir framlengingu á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3450. fundur - 26.02.2015

1. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 18. febrúar 2015:

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lögðu fram fundargerð 6. fundar þjónusturáðs vegna samnings um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða sem haldinn var 11. nóvember 2014.

Í 3. lið fundargerðar samþykkja fundarmenn að leggja til við aðildarsveitarfélög að framangreindur samningur um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði verði framlengdur um 1 ár eða til 31. desember 2015. Samningurinn ásamt uppfærðum viðauka 1 var einnig lagður fram.

Velferðarráð samþykkir framlengingu á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða fyrir sitt leyti og vísar málinu til bæjarráðs.
Bæjarráð staðfestir framlengingu á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða.

Velferðarráð - 1220. fundur - 02.12.2015

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu fundargerð 7. fundar þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða. Í 3. lið fundargerðar samþykkja fundarmenn að leggja til við aðildarsveitarfélög að framangreindur samningur um sameiginlegt þjónustusvæði, dagsettur 22. desember 2010, verði framlengdur um eitt ár með fyrirvara um að verkefnið verði áfram hjá sveitarfélögum.
Velferðarráð samþykkir framlengingu á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða um eitt ár frá 1. janúar 2016 - 31. desember 2016 með fyrirvara um að verkefnið verði áfram hjá sveitarfélögum og vísar málinu til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3487. fundur - 10.12.2015

2. liður í fundargerð velferðarráðs dagsett 2. desember 2015:
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynntu fundargerð 7. fundar þjónusturáðs sameiginlegs þjónustusvæðis í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða. Í 3. lið fundargerðar samþykkja fundarmenn að leggja til við aðildarsveitarfélög að framangreindur samningur um sameiginlegt þjónustusvæði, dagsettur 22. desember 2010, verði framlengdur um eitt ár með fyrirvara um að verkefnið verði áfram hjá sveitarfélögum.
Velferðarráð samþykkir framlengingu á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða um eitt ár frá 1. janúar 2016 - 31. desember 2016 með fyrirvara um að verkefnið verði áfram hjá sveitarfélögum og vísar málinu til bæjarráðs.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlengingu á samningi um sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlað fólk um eitt ár frá 1. janúar 2016 - 31. desember 2016 með fyrirvara um að verkefnið verði áfram hjá sveitarfélögum.