Tillaga til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára, 338. mál

Málsnúmer 2015110124

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3484. fundur - 26.11.2015

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 18. nóvember 2015 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára, 338. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 4. desember 2015 á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Þingskjalið er hægt að sækja á vef Alþingis: http://www.althingi.is/altext/145/s/0405.html
Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista vék af fundi kl. 12:16.

Velferðarráð - 1220. fundur - 02.12.2015

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 18. nóvember 2015 frá velferðarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára, 338. mál.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Halldór Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA og Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Þann 17. ágúst 2015 sendi velferðarráð umsögn og ábendingar um drög að framangreindri þingsályktunartillögu til velferðarráðuneytisins og hefur í meginatriðum verið tekið tillit til þeirrar umsagnar. Velferðarráð veitir þingsályktunartillögu um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára jákvæða umsögn en ítrekar mikilvægi þess að Alþingi geri ráð fyrir framkvæmd aðgerðaáætlunar við gerð fjárlaga fyrir árin 2016 til 2020.